Fótbolti

AC Milan mun reyna að stöðva Messi

Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld. Þá tekur Galatasaray á móti Schalke en Barcelona sækir AC Milan heim. Aðalleikur kvöldsins er eðlilega rimma stórveldanna Milan og Barcelona.

Fótbolti

Ronaldinho lagði upp mark úr launsátri

Brasilíumaðurinn Ronaldinho átti stórmerkilega stoðsendingu í leik lið hans Atlético Mineiro á móti São Paulo í Suður-Ameríkukeppni félagsliða á dögunum en Ronaldinho kom þá varnarmönnum mótherjanna heldur betur að óvörum.

Fótbolti

Björn Bergmann með sitt fyrsta mark á árinu 2013

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark í tvo og hálfan mánuð þegar hann kom Úlfunum yfir snemma leik í ensku b-deildinni í kvöld. Það dugði samt ekki því bæði Íslendingaliðin í b-deild enska boltans töpuðu leikjum sínum í kvöld. Kári Árnason og félagar í Rotherham unnu hinsvegar góðan útisigur.

Enski boltinn

Wilshere: Chelsea er fyrirmyndin

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, hefur verið mikið í umræðunni fyrir leikinn í kvöld á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal þarf á stórleik að halda frá þessum 21 árs gamla miðjumanni ef liðið ætlar að ná hagstæðum úrslitum fyrir seinni leikinn í München.

Fótbolti

Moutinho mátaði Malaga

Porto er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Malaga í Meistaradeildinni eftir 1-0 heimasigur í kvöld. Þeir héldu markinu hreinu og það gæti reynst dýrmætt.

Fótbolti

Arsenal steinlá á heimavelli

Bayern München er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 útisigur gegn Arsenal í kvöld. Sigur þýska liðsins var sannfærandi.

Fótbolti

Marklínutækni notuð á HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að svokölluð marklínutækni verði notuð í leikjum Álfukeppninnar í Brasilíu síðar á þessu ári, sem og í sjálfri heimsmeistarakeppninni sem fer þar fram á næsta ári.

Fótbolti

Titill dæmdur af Shanghai Shenhua

Meistaratitill kínverska félagsins Shanghai Shenhua frá 2003 hefur verið dæmdur af félaginu eftir stórtæka rannsókn á hagræðingu úrslitum knattspyrnuleikja í Kína.

Fótbolti