Fótbolti

Gylfi stelur fyrirsögnunum

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæra innkomu í lið Tottenham í kvöld þegar liðið náði annan leikinn í röð að sækja stig eftir að íslenski landsliðsmaðurinn kom inn á sem varamaður. Tottenham gerði þá 2-2 jafntefli á útivelli á móti Chelsea.

Enski boltinn

Villas-Boas: Nú verða hin liðin bara að tapa stigum

Gylfi Þór Sigurðsson bjargaði stigi í kvöld fyrir Andre Villas-Boas og lærisveina hans í Tottenham þegar Chelsea og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór kom inn á sem varamaður og skoraði jöfnunarmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti

Sjáið markið mikilvæga hjá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson varð örlagavaldur í kvöld í baráttunni um síðustu sætin í Meistaradeildinni á næstu leiktíð þegar íslenski landsliðsmaðurinn tryggði Tottenham 2-2 jafntefli á móti Chelsea á Stamford Bridge.

Enski boltinn

Eto'o kom Anzhi í bikaúrslitaleikinn

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var hetja Anzhi Makhachkala í kvöld þegar hann skoraði eina markið í 1-0 sigri á Zenit St Petersburg í undanúrslitum rússnesku bikarkeppninnar í fótbolta.

Fótbolti

Balotelli með tvö mörk á móti Birki og félögum

Mario Balotelli heldur áfram að raða inn mörkum í ítalska fótboltanum en hann skoraði tvö mörk í kvöld þegar AC Milan vann 4-0 útisigur á Birki Bjarnasyni og félögum hans í Pescara. Mario Balotelli hefur nú skorað 11 mörk í 11 deildarleikjum með AC Milan síðan að liðið fékk hann frá Manchester City í janúarglugganum.

Fótbolti

Gullkorn úr smiðju Sir Alex

Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það.

Enski boltinn

Hver tekur við af Ferguson?

Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni.

Enski boltinn

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.

Enski boltinn

Ætla mér að skora tíu mörk

Hinn 18 ára gamli Árni Vilhjálmsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Þessi snaggaralegi framherji átti stjörnuleik gegn nýliðum Þórs og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hann ætlar sér stóra hluti í sumar. Stefnan er sett

Íslenski boltinn

Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar

Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford.

Enski boltinn