Fótbolti

Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir

Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.

Fótbolti

Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin

Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti

Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti

Leiknismenn í góðum gír á Húsavík

Leiknismenn sóttu þrjú stig á Húsavík í kvöld þegar liðin mættust í 3. umferð 1. deildar karla. Reykjavíkurmeistararnir voru búnir að gera jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en lönduðu nú fyrsta sigri sínum þegar þeir mættu nýliðum Völsungs.

Íslenski boltinn

Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn.

Fótbolti

Margrét Lára skoraði en Kristianstad tapaði 3-4

Íslendingaliðið Kristianstad tapaði 3-4 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í dag í sænsku kvennadeildinni í fótbolta. Kopparbergs/Göteborg skoraði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum eftir að Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í 3-3.

Fótbolti

Fer frá Napoli til Internazionale

Walter Mazzarri verður nýr þjálfari ítalska liðsins Internazionale frá Mílanó en hann skrifaði í gær undir tveggja ára samning. Mazzarri hefur gert frábæra hluti með Napoli á fjórum tímabilum sínum þar.

Fótbolti

Fyrsta deildartap KA undir stjórn Bjarna

KF skellti KA 4-1 í Tröllaskagaslag á Ólafsfjarðarvelli í dag en liðin mættust þá í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, lenti undir en svaraði með fjórum mörkum.

Fótbolti

Scott Ramsay með tvö mörk í Grindavíkursigri

Grindvíkingar unnu 6-1 stórsigur á BÍ/Bolungarvík í 3. umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag en þetta var fyrsta tap Vestfirðinga í deildinni í sumar. Grindvíkingar unnu aftur á móti sinn annan leik í röð. Scott Ramsay, Stefán Þór Pálsson og Magnús Björgvinsson skoruðu allir tvö mörk fyrir Grindavík í dag. BÍ/Bolungarvík endaði leikinn með aðeins níu menn inn á vellinum.

Íslenski boltinn

Skellur hjá Íslendingaliðinu Hönefoss

Kristján Örn Sigurðsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson og félagar í Hönefoss töpuðu 0-4 á móti Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti

Hólmfríður skoraði og Guðbjörg hélt hreinu

Íslensku landsliðskonurnar og vinkonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir voru í sviðsljósinu þegar Avaldsnes vann 2-0 heimasigur á Sandviken í norsku kvennadeildinni í dag. Íslendingaliðin Arna Bjørnar, Kolbotn og Vålerenga töpuðu öll stigum á heimavelli.

Fótbolti

Fyrstur til að spila eftir að hafa komið út úr skápnum

Bandaríski knattspyrnumaðurinn Robbie Rogers vakti heimsathygli í febrúar þegar hann kom út úr skápnum og tilkynnti að hann væri samkynhneigður. Nú ætlar hann fyrstur fótboltamanna að spila í bandarísku MLS-deildinni eftir að hafa komið út úr skápnum.

Fótbolti

Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn

Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi.

Fótbolti

Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Fótbolti

Á Dortmund einhverja möguleika?

Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.

Fótbolti

Líka keppni á milli erkifjendanna Adidas og Puma

Þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni á Wembley á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem tvö þýsk lið spila til úrslita í keppninni. Þetta verður ekki bara einvígi liðanna tveggja heldur bíða tveir stórir íþróttavöruframleiðendur spenntir eftir úrslitunum.

Fótbolti