Íslenski boltinn

Lykilmenn meiddir hjá ÍA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ármann Smári Björnsson í leik liðanna á KR-vellinum í fyrra.
Ármann Smári Björnsson í leik liðanna á KR-vellinum í fyrra. Mynd/Daníel
Markvörðurinn Páll Gísli Jónsson og miðvörðurinn Ármann Smári Björnsson eru ekki í liði Skagamanna sem sækja topplið KR heim í Pepsi-deild karla í kvöld.

Páll Gísli og Ármann Smári eiga við meiðsli að stríða. Árni Snær Ólafsson tekur sæti Páls Gísla í byrjunarliðinu en Ármann Smári er utan hóps. Reikna má með því að Jóhannes Karl Guðjónsson fylli í skarð Ármanns Smára í hjarta varnarinnar við hlið Kára Ársælssonar.

Leikurinn í Vesturbænum verður í beinni textalýsingu á Vísi, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×