Enski boltinn

Di Canio sektar "fitubollur"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Paolo di Canio.
Paolo di Canio. Nordicphotos/AFP
Leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland þurfa að passa upp á mataræðið og halda sér í formi í sumarfríi sínu.

Ítalski knattspyrnustjórinn Paolo Di Canio hefur hótað að sekta þá leikmenn sem eru tveimur kílóum þyngri eða meira en þeir voru í lok leiktíðarinnar.

„Það er eðlilegt í úrvalsdeildinni að sekta leikmenn sem brjóta reglur settar af félagi þeirra," sagði Di Canio í viðtali við The Sun.

Ítalinn segir að allir leikmenn liðsins hafi stigið á vigtina áður en haldið var í sumarfrí. Því viti hann nákvæmlega hvar leikmennirnir standi.

„Þegar þeir snúa aftur til æfinga þurfa þeir að taka á því þrisvar á dag. Það væri vitleysa að hafa bætt á sig kílóum á þessum stutta tíma."

Di Canio lék á sínum tíma bæði á Ítalíu og Englandi. Hann minnist þess þegar liðsfélagi sinn hafi snúið til æfinga tíu kílóum þyngri en fyrir sumarfríið.

„Hann spilaði ekkert á tímabilinu því hann var alltaf í meiðslabasli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×