Enski boltinn

Mourinho hvetur mig áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordicphotos/Getty
Fernando Torres vonast til þess að verða á nýjan leik í fremstu röð framherja í heiminum undir stjórn Jose Mourinho hjá Chelsea.

Mourinho hefur látið hafa eftir sér að Torres geti spilað sórt hlutverk hjá Lundúnarliðinu. Frammistaða Torres undanfarin ár hefur verið nokkur vonbrigði eftir að hafa um tíma verið einn skæðasti framherji heimsins.

„Ég vil klára samning minn við Chelsea, halda áfram að vinna titla og vil verða á ný sá besti í minni stöðu í heiminum," sagði Torres við Reuters.

Torres er í landsliðshópi Spánverja í Álfukeppninni í Brasilíu sem hefst í dag.

„Ég á hvergi betur heima og aðstæður eru hvergi betri en undir stjórn Mourinho hjá Chelsea. Orð hans hvetja mig til dáða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×