Íslenski boltinn

Hlynur Atli búinn að undirbúa fagn gegn Fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hlynur Atli fagnar marki með Fram í fyrra.
Hlynur Atli fagnar marki með Fram í fyrra. Mynd/Ernir
„Þetta verður sérstakt. Ég er búinn að bíða eftir þessu lengi. Það er meiri spenna en fyrir venjulegan leik," segir Þórsarinn Hlynur Atli Magnússon.

Fram tekur á móti Þór í 7. umferð Pepsi-deild karla klukkan 17 í dag. Hlynur er uppalinn Framari en söðlaði um í vetur. Hlynur segir að það verði gaman að hitta gömlu félagana og fara á gamla heimavöllinn.

Hlynur yfirgaf Fram í fússi í vetur. Hann er þó ekki með hugann við það.

„Nei, alls ekki. Ég er kominn í nýjan klúbb og mér líður vel. Það voru vissulega hvorki kossar né faðmlög en það er gleymt og grafið núna."

Hlynur á eftir að opna markareikning sinn í sumar. Skyldi hann vera búinn að undirbúa fagn ef svo færi að hann skoraði gegn gömlu félögunum?

„Þegar ég skora á eftir? Ég er búinn að hugsa fagnið. Það er klárt," sagði Hlynur léttur.

Beina textalýsingu úr Laugardalnum má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×