Enski boltinn

Vill sumardeild stórliða í Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Murdoch er afar umdeildur.
Murdoch er afar umdeildur. Nordicphotos/AFP
Fjölmiðlarisinn Rupert Murdoch hefur í hyggju að koma á fót deildarkeppni bestu liða Evrópu sem fara á fram yfir sumartímann. Guardian greinir frá þessu.

Manchester United og Chelsea yrði boðið til þátttöku í keppninni sem færi fram í stórborgum víðs vegar um Evrópu. Ensku liðin myndu mæta stærstu liðum annarra landa, t.d. Real Madrid, Bayern München og Barcelona.

Sextán lið myndu spila í deildinni sem ætti að ná yfir tíu ára tímabil. Leikir færu fram fljótlega að loknum hefðbundnum deildarkeppnum þegar fjölmörg lið spila æfingaleiki. Leikirnir yrðu sýndir beint á Sky-sjónvarpsstöðinni sem er í eigu Murdoch.

Meirihluti félaga í ensku úrvalsdeildinni er í eigu erlendra aðila. Talið er að sú staðreynd auki áhuga þeirra á aukinni þátttöku í alþjóðlegum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×