Enski boltinn

Ian Holloway tekur við Crystal Palace

Ian Holloway er hættur með lið Blackpool og hefur þess í stað gert fjögurra og hálfs árs samning við Crystal Palace sem spilar einnig í ensku b-deildinni. Crystal Palace keypti um samning Holloway hjá Blackpool.

Enski boltinn

Van Persie skoraði gegn Arsenal og United fór á toppinn

Robin van Persie skoraði í 2-1 sigri á Manchester United á Arsenal á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en United-menn komust í toppsætið með þessum sigri. Chelsea getur reyndar endurheimt efsta sætið með sigri á Swansea á eftir. Arsenal-liðið endaði leikinn manni færri eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu.

Enski boltinn

Neita dómararnir að dæma hjá Chelsea?

Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni íhuga nú að neita að dæma leiki hjá Chelsea til að þess að sýna Mark Clattenburg stuðning en Chelsea kvartaði undan dónaskap Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi og sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart einum leikmanni liðsins.

Enski boltinn

Frasier væntanlegur á völlinn hjá Ebbsfleet

Það verður væntanlega óvenju góðmennt á leik hjá utandeildarliðinu Ebbsfleet United um helgina. Stórleikarinn Kelsey Grammer, sem er hvað þekktastur fyrir að leika sálfræðinginn Frasier Crane, verður væntanlega á svæðinu.

Enski boltinn

Safnar hári þar til hann skorar

Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham, sagði í góðu tómi við vini sína að hann myndi ekki skerða hár sitt fyrr en hann skoraði næst. Sá brandari hefur heldur betur sprungið í andlitið á honum enda hefur leikmaðurinn ekki skorað í 19 mánuði.

Enski boltinn

Villas-Boas vonast til að Dembele sleppi við aðgerð

Mousa Dembele, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar og einn af samkeppnisaðilum íslenska miðjumannsins um sæti á miðju Tottenham-liðsins, hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla og verður ekki með liðinu um helgina. Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er að vonast til að leikmaðurinn þurfi ekki að fara í aðgerð.

Enski boltinn

Wenger: Sýnið Van Persie virðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að vera ekki of leiðinlegir við Robin van Persie þegar þessi fyrrum hetja og fyrirliði Arsenal-liðsins mætir Arsenal í fyrsta sinn í búningi Manchester United.

Enski boltinn

Sir Alex kennir Nani um tapið á móti Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ósáttur við hugsunarleysi Nani á lokasekúndum leiksins á móti Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Manchester United komst þrisvar yfir í venjulegum leiktíma en tapaði leiknum síðan 4-5 í framlengingu.

Enski boltinn

Di Matteo: Vildum sanna óréttlæti sunnudagsins

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fagnaði 5-4 sigri á Manchester United í enska deildarbikarnum í gær aðeins nokkrum dögum eftir deildartap fyrir United á sama stað. United vann deildarleikinn á rangstöðumarki Javier Hernandez og Di Matteo var ekki sáttur við það ekki frekar en rauða spjaldið sem Fernando Torres fékk.

Enski boltinn

Henning Berg tekur við Blackburn

Henning Berg, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Manchester United, verður næsti stjóri enska b-deildarfélagsins Blackburn Rovers. Enskir miðlar greinar frá því að hann verði kynntur á blaðamannafundi á morgun.

Enski boltinn

Bradford sló út Wigan

D-deildarlið Bradford gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló úrvalsdeildarlið Wigan úr leik í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Enski boltinn

Walcott: Við gefumst aldrei upp

Theo Walcott skoraði þrennu í ótrúlegum 7-5 sigri Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld. Reading komst í 4-0 forystu strax í fyrri hálfleik en leikmenn Arsenal létu það ekki stöðva sig.

Enski boltinn