Enski boltinn Ian Holloway tekur við Crystal Palace Ian Holloway er hættur með lið Blackpool og hefur þess í stað gert fjögurra og hálfs árs samning við Crystal Palace sem spilar einnig í ensku b-deildinni. Crystal Palace keypti um samning Holloway hjá Blackpool. Enski boltinn 3.11.2012 12:30 Van Persie skoraði gegn Arsenal og United fór á toppinn Robin van Persie skoraði í 2-1 sigri á Manchester United á Arsenal á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en United-menn komust í toppsætið með þessum sigri. Chelsea getur reyndar endurheimt efsta sætið með sigri á Swansea á eftir. Arsenal-liðið endaði leikinn manni færri eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu. Enski boltinn 3.11.2012 12:15 Neita dómararnir að dæma hjá Chelsea? Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni íhuga nú að neita að dæma leiki hjá Chelsea til að þess að sýna Mark Clattenburg stuðning en Chelsea kvartaði undan dónaskap Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi og sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart einum leikmanni liðsins. Enski boltinn 3.11.2012 11:45 Frasier væntanlegur á völlinn hjá Ebbsfleet Það verður væntanlega óvenju góðmennt á leik hjá utandeildarliðinu Ebbsfleet United um helgina. Stórleikarinn Kelsey Grammer, sem er hvað þekktastur fyrir að leika sálfræðinginn Frasier Crane, verður væntanlega á svæðinu. Enski boltinn 2.11.2012 23:30 Safnar hári þar til hann skorar Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham, sagði í góðu tómi við vini sína að hann myndi ekki skerða hár sitt fyrr en hann skoraði næst. Sá brandari hefur heldur betur sprungið í andlitið á honum enda hefur leikmaðurinn ekki skorað í 19 mánuði. Enski boltinn 2.11.2012 22:45 Vidic frá fram að jólum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því í dag að varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði frá keppni fram að jólum. Enski boltinn 2.11.2012 18:18 Silvestre: Van Persie sýndi hugrekki með að fara til Man Utd Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal, hefur hrósað Robin van Persie fyrir að fara frá Arsenal til Manchester United en framundan er fyrsti leikur Van Persie á móti gömlu félögunum. Enski boltinn 2.11.2012 15:15 Villas-Boas vonast til að Dembele sleppi við aðgerð Mousa Dembele, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar og einn af samkeppnisaðilum íslenska miðjumannsins um sæti á miðju Tottenham-liðsins, hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla og verður ekki með liðinu um helgina. Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er að vonast til að leikmaðurinn þurfi ekki að fara í aðgerð. Enski boltinn 2.11.2012 13:15 Ferguson trúir því ekki að Clattenburg hafi sagt þetta Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, trúir því ekki að dómarinn Mark Clattenburg hafi notað óheppilegt orðalag í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi. Sir Alex var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir leik United og Arsenal á morgun. Enski boltinn 2.11.2012 10:30 Wenger: Van Persie hafnaði Manchester City Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt frá því að Robin van Persie hafi ekki viljað fara til Englandsmeistara Manchester City í sumar en hollenski framherjinn gat valið á milli Manchester-liðanna. Enski boltinn 2.11.2012 09:45 Stuðningsmenn Man. Utd stríddu Chelsea Stuðningsmenn Man. Utd á Stamford Bridge í gær voru margir hverjir með húmorinn á réttum stað. Þeir mættu með borða sem slógu í gegn. Enski boltinn 1.11.2012 22:45 Apamaður í stúkunni á Stamford Bridge Það ætlar að ganga illa að útrýma kynþáttaníði af knattspyrnuvöllum. Á leik Chelsea og Man. Utd í deildarbikarnum í gær var einn stuðningsmaður Chelsea gripinn glóðvolgur. Enski boltinn 1.11.2012 17:15 Wenger: Sýnið Van Persie virðingu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að vera ekki of leiðinlegir við Robin van Persie þegar þessi fyrrum hetja og fyrirliði Arsenal-liðsins mætir Arsenal í fyrsta sinn í búningi Manchester United. Enski boltinn 1.11.2012 13:45 Rodgers kvartar yfir þunnum hóp hjá Liverpool Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sá sína menn tapa í fjórða sinn á Anfield í vetur þegar liðið datt út úr enska deildarbikarnum í gær eftir 1-3 tap á móti hans gömlu lærisveinum í Swansea. Enski boltinn 1.11.2012 12:00 Sir Alex kennir Nani um tapið á móti Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ósáttur við hugsunarleysi Nani á lokasekúndum leiksins á móti Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Manchester United komst þrisvar yfir í venjulegum leiktíma en tapaði leiknum síðan 4-5 í framlengingu. Enski boltinn 1.11.2012 10:15 Di Matteo: Vildum sanna óréttlæti sunnudagsins Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fagnaði 5-4 sigri á Manchester United í enska deildarbikarnum í gær aðeins nokkrum dögum eftir deildartap fyrir United á sama stað. United vann deildarleikinn á rangstöðumarki Javier Hernandez og Di Matteo var ekki sáttur við það ekki frekar en rauða spjaldið sem Fernando Torres fékk. Enski boltinn 1.11.2012 09:45 Leeds mætir Chelsea í deildabikarnum Dregið var í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Chelsea og Arsenal fengu bæði útileiki. Enski boltinn 31.10.2012 22:55 Chelsea hefndi ófaranna gegn United Chelsea er komið áfram í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar eftir 5-4 sigur á Manchester United í framlengdum leik. Enski boltinn 31.10.2012 22:18 Liverpool steinlá fyrir Swansea á Anfield Liverpool mun ekki verja titil sinn í ensku deildabikarkeppninni en liðið tapaði í kvöld fyrir Swansea, 3-1, í 16-liða úrslitum keppninnar. Enski boltinn 31.10.2012 22:11 Norwich sló Gylfa og félaga úr leik Norwich tryggði sér 2-1 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld en bæði mörk liðsins komu á lokamínútum leiksins. Enski boltinn 31.10.2012 22:05 Gylfi í byrjunarliði Tottenham Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Tottenham sem mætir Norwich á útivelli í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Enski boltinn 31.10.2012 19:13 Mikel og Mata í byrjunarliði Chelsea John Obi Mikel og Juan Mata eru báðir í byrjunarliði Chelsea sem mætir Manchester United í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. Enski boltinn 31.10.2012 19:09 Chelsea kvartar formlega undan Clattenburg Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið hafi lagt fram formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins vegna Mark Clattenburg, knattspyrnudómara. Enski boltinn 31.10.2012 18:23 Henning Berg tekur við Blackburn Henning Berg, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Manchester United, verður næsti stjóri enska b-deildarfélagsins Blackburn Rovers. Enskir miðlar greinar frá því að hann verði kynntur á blaðamannafundi á morgun. Enski boltinn 31.10.2012 15:00 Gerrard dregur til baka gagnrýni sína á Everton Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi leikstíl erkifjendanna í Everton harðlega eftir 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og bar þá bláu í Bítlaborginni saman við Stoke. Enski boltinn 31.10.2012 11:45 Wenger: Gæti verið einn af mínum stærstu sigrum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn vinna ótrúlegan endurkomusigur á Reading á Madejski Stadium í gær en leikurinn var í 16 liða úrslitum enska deildarbikarsins. Arsenal-liðið lenti 0-4 undir en vann 7-5 eftir framlengingu. Enski boltinn 31.10.2012 09:45 Giroud fékk treyjuna aftur frá áhorfanda Olivier Giroud var heldur fljótur á sér þegar hann kastaði treyju sinni upp í stúku þegar venjulegum leiktíma var lokið í leik Arsenal og Reading í kvöld. Enski boltinn 30.10.2012 23:35 Wenger: Þetta var kraftaverk Arsene Wenger segir að 7-5 sigur Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld hafi verið kraftaverki líkastur. Enski boltinn 30.10.2012 23:29 Bradford sló út Wigan D-deildarlið Bradford gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló úrvalsdeildarlið Wigan úr leik í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Enski boltinn 30.10.2012 23:09 Walcott: Við gefumst aldrei upp Theo Walcott skoraði þrennu í ótrúlegum 7-5 sigri Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld. Reading komst í 4-0 forystu strax í fyrri hálfleik en leikmenn Arsenal létu það ekki stöðva sig. Enski boltinn 30.10.2012 22:55 « ‹ ›
Ian Holloway tekur við Crystal Palace Ian Holloway er hættur með lið Blackpool og hefur þess í stað gert fjögurra og hálfs árs samning við Crystal Palace sem spilar einnig í ensku b-deildinni. Crystal Palace keypti um samning Holloway hjá Blackpool. Enski boltinn 3.11.2012 12:30
Van Persie skoraði gegn Arsenal og United fór á toppinn Robin van Persie skoraði í 2-1 sigri á Manchester United á Arsenal á Old Trafford í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni en United-menn komust í toppsætið með þessum sigri. Chelsea getur reyndar endurheimt efsta sætið með sigri á Swansea á eftir. Arsenal-liðið endaði leikinn manni færri eftir að Jack Wilshere fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu. Enski boltinn 3.11.2012 12:15
Neita dómararnir að dæma hjá Chelsea? Dómararnir í ensku úrvalsdeildinni íhuga nú að neita að dæma leiki hjá Chelsea til að þess að sýna Mark Clattenburg stuðning en Chelsea kvartaði undan dónaskap Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi og sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart einum leikmanni liðsins. Enski boltinn 3.11.2012 11:45
Frasier væntanlegur á völlinn hjá Ebbsfleet Það verður væntanlega óvenju góðmennt á leik hjá utandeildarliðinu Ebbsfleet United um helgina. Stórleikarinn Kelsey Grammer, sem er hvað þekktastur fyrir að leika sálfræðinginn Frasier Crane, verður væntanlega á svæðinu. Enski boltinn 2.11.2012 23:30
Safnar hári þar til hann skorar Tom Huddlestone, leikmaður Tottenham, sagði í góðu tómi við vini sína að hann myndi ekki skerða hár sitt fyrr en hann skoraði næst. Sá brandari hefur heldur betur sprungið í andlitið á honum enda hefur leikmaðurinn ekki skorað í 19 mánuði. Enski boltinn 2.11.2012 22:45
Vidic frá fram að jólum Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því í dag að varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði frá keppni fram að jólum. Enski boltinn 2.11.2012 18:18
Silvestre: Van Persie sýndi hugrekki með að fara til Man Utd Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal, hefur hrósað Robin van Persie fyrir að fara frá Arsenal til Manchester United en framundan er fyrsti leikur Van Persie á móti gömlu félögunum. Enski boltinn 2.11.2012 15:15
Villas-Boas vonast til að Dembele sleppi við aðgerð Mousa Dembele, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar og einn af samkeppnisaðilum íslenska miðjumannsins um sæti á miðju Tottenham-liðsins, hefur misst af síðustu fjórum leikjum vegna meiðsla og verður ekki með liðinu um helgina. Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, er að vonast til að leikmaðurinn þurfi ekki að fara í aðgerð. Enski boltinn 2.11.2012 13:15
Ferguson trúir því ekki að Clattenburg hafi sagt þetta Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, trúir því ekki að dómarinn Mark Clattenburg hafi notað óheppilegt orðalag í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi. Sir Alex var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir leik United og Arsenal á morgun. Enski boltinn 2.11.2012 10:30
Wenger: Van Persie hafnaði Manchester City Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt frá því að Robin van Persie hafi ekki viljað fara til Englandsmeistara Manchester City í sumar en hollenski framherjinn gat valið á milli Manchester-liðanna. Enski boltinn 2.11.2012 09:45
Stuðningsmenn Man. Utd stríddu Chelsea Stuðningsmenn Man. Utd á Stamford Bridge í gær voru margir hverjir með húmorinn á réttum stað. Þeir mættu með borða sem slógu í gegn. Enski boltinn 1.11.2012 22:45
Apamaður í stúkunni á Stamford Bridge Það ætlar að ganga illa að útrýma kynþáttaníði af knattspyrnuvöllum. Á leik Chelsea og Man. Utd í deildarbikarnum í gær var einn stuðningsmaður Chelsea gripinn glóðvolgur. Enski boltinn 1.11.2012 17:15
Wenger: Sýnið Van Persie virðingu Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna félagsins að vera ekki of leiðinlegir við Robin van Persie þegar þessi fyrrum hetja og fyrirliði Arsenal-liðsins mætir Arsenal í fyrsta sinn í búningi Manchester United. Enski boltinn 1.11.2012 13:45
Rodgers kvartar yfir þunnum hóp hjá Liverpool Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sá sína menn tapa í fjórða sinn á Anfield í vetur þegar liðið datt út úr enska deildarbikarnum í gær eftir 1-3 tap á móti hans gömlu lærisveinum í Swansea. Enski boltinn 1.11.2012 12:00
Sir Alex kennir Nani um tapið á móti Chelsea Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ósáttur við hugsunarleysi Nani á lokasekúndum leiksins á móti Chelsea í enska deildarbikarnum í gærkvöldi. Manchester United komst þrisvar yfir í venjulegum leiktíma en tapaði leiknum síðan 4-5 í framlengingu. Enski boltinn 1.11.2012 10:15
Di Matteo: Vildum sanna óréttlæti sunnudagsins Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, fagnaði 5-4 sigri á Manchester United í enska deildarbikarnum í gær aðeins nokkrum dögum eftir deildartap fyrir United á sama stað. United vann deildarleikinn á rangstöðumarki Javier Hernandez og Di Matteo var ekki sáttur við það ekki frekar en rauða spjaldið sem Fernando Torres fékk. Enski boltinn 1.11.2012 09:45
Leeds mætir Chelsea í deildabikarnum Dregið var í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Chelsea og Arsenal fengu bæði útileiki. Enski boltinn 31.10.2012 22:55
Chelsea hefndi ófaranna gegn United Chelsea er komið áfram í fjórðungsúrslit ensku deildabikarkeppninnar eftir 5-4 sigur á Manchester United í framlengdum leik. Enski boltinn 31.10.2012 22:18
Liverpool steinlá fyrir Swansea á Anfield Liverpool mun ekki verja titil sinn í ensku deildabikarkeppninni en liðið tapaði í kvöld fyrir Swansea, 3-1, í 16-liða úrslitum keppninnar. Enski boltinn 31.10.2012 22:11
Norwich sló Gylfa og félaga úr leik Norwich tryggði sér 2-1 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld en bæði mörk liðsins komu á lokamínútum leiksins. Enski boltinn 31.10.2012 22:05
Gylfi í byrjunarliði Tottenham Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Tottenham sem mætir Norwich á útivelli í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Enski boltinn 31.10.2012 19:13
Mikel og Mata í byrjunarliði Chelsea John Obi Mikel og Juan Mata eru báðir í byrjunarliði Chelsea sem mætir Manchester United í ensku deildabikarkeppninni í kvöld. Enski boltinn 31.10.2012 19:09
Chelsea kvartar formlega undan Clattenburg Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið hafi lagt fram formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins vegna Mark Clattenburg, knattspyrnudómara. Enski boltinn 31.10.2012 18:23
Henning Berg tekur við Blackburn Henning Berg, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Manchester United, verður næsti stjóri enska b-deildarfélagsins Blackburn Rovers. Enskir miðlar greinar frá því að hann verði kynntur á blaðamannafundi á morgun. Enski boltinn 31.10.2012 15:00
Gerrard dregur til baka gagnrýni sína á Everton Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi leikstíl erkifjendanna í Everton harðlega eftir 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og bar þá bláu í Bítlaborginni saman við Stoke. Enski boltinn 31.10.2012 11:45
Wenger: Gæti verið einn af mínum stærstu sigrum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn vinna ótrúlegan endurkomusigur á Reading á Madejski Stadium í gær en leikurinn var í 16 liða úrslitum enska deildarbikarsins. Arsenal-liðið lenti 0-4 undir en vann 7-5 eftir framlengingu. Enski boltinn 31.10.2012 09:45
Giroud fékk treyjuna aftur frá áhorfanda Olivier Giroud var heldur fljótur á sér þegar hann kastaði treyju sinni upp í stúku þegar venjulegum leiktíma var lokið í leik Arsenal og Reading í kvöld. Enski boltinn 30.10.2012 23:35
Wenger: Þetta var kraftaverk Arsene Wenger segir að 7-5 sigur Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld hafi verið kraftaverki líkastur. Enski boltinn 30.10.2012 23:29
Bradford sló út Wigan D-deildarlið Bradford gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló úrvalsdeildarlið Wigan úr leik í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Enski boltinn 30.10.2012 23:09
Walcott: Við gefumst aldrei upp Theo Walcott skoraði þrennu í ótrúlegum 7-5 sigri Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld. Reading komst í 4-0 forystu strax í fyrri hálfleik en leikmenn Arsenal létu það ekki stöðva sig. Enski boltinn 30.10.2012 22:55