Enski boltinn

Real Madrid tilbúið að bjóða í Bale

Real Madrid er sagt tilbúið að bjóða Luka Modric auk 30 milljónir punda í velsku stórstjörnu Tottenham, Gareth Bale. Bale hefur farið á kostum á tímabilinu og því fylgir jafnan orðrómur um að Real Madrid sé á eftir leikmanninum.

Enski boltinn

Mikilvægir sigrar hjá QPR og Aston Villa

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. QPR sigraði Sunderland 3-1 en þrátt fyrir það er liðið enn á botninum fjórum stigum frá öruggu sæti þar sem Aston Villa skellti Reading 2-1.

Enski boltinn

Wigan skellti Everton og fer á Wembley

Wigan er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 sigur á Everton á Goodison Park í Liverpool. Wigan skoraði öll mörk leiksins á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Enski boltinn

Ferguson: Rooney fer hvergi

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð framherjans Wayne Rooney hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United eftir að Rooney var settur á bekkinn fyrir leik enska toppliðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vikunni.

Enski boltinn

Er mars mánuðurinn hans Gylfa?

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn í gang hjá Tottenham eftir erfiða byrjun. Það er líka kominn mars, sem hefur verið frábær mánuður fyrir íslenska landsliðsmanninn síðustu tímabil hans í Englandi. Hann mætir liðinu sem hann hafnaði á morgun.

Enski boltinn

Vandræðalaust hjá Manchester City

Manchester City átti ekki í vandræðum með botnlið B-deilar, Barnsley, í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta. City vann leik liðanna nú í kvöld x... en City var 3-0 yfir í hálfleik.

Enski boltinn

Tevez handtekinn

Argentínumaðurinn Carlos Tevez, leikmaður Man. City, er ekkert í sérstökum málum eftir að hafa verið handtekinn undir stýri.

Enski boltinn

Suárez vann sér inn veglega launahækkun

Luis Suárez, leikmaður Liverpool, fékk veglega launahækkun á dögunum samkvæmt frétt Guardian sem hefur heimildir fyrir því að Úrúgvæmaðurinn sé nú að fá meira en hundrað þúsund pund á viku sem eru um 19 milljónir íslenskra króna.

Enski boltinn

Fetar Rooney sömu slóð og þeir Beckham og Van Nistelrooy?

Stuðningsmannaklúbbur Manchester United í Englandi styður ákvörðun knattspyrnustjórans Sir Alex Ferguson að láta stjörnuleikmanninn Wayne Rooney dúsa á bekknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið en Guardian kannaði hljóðið í forystumanni klúbbsins.

Enski boltinn

Villas-Boas: Vonandi klárum við þetta án Bale

Gareth Bale, Gylfi Sigurðsson og Jan Vertonghen tryggði Tottenham 3-0 sigur á Internazionale í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær en það var einn mínus við annars frábært Evrópukvöld á White Hart Land.

Enski boltinn

Coloccini farinn heim til Argentínu

Fabricio Coloccini, fyrirliði Newcastle, spilar ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í maí ef marka má knattspyrnustjórann Alan Pardew. Coloccini meiddist á baki þegar hann hreinsaði frá markinu með hjólhestaspyrnu í 4-2 sigri á Southampton í febrúar.

Enski boltinn

Barcelona á Agger-veiðum á ný

Umræðan um Daniel Agger og Barcelona er ekki dauð úr öllum æðum þrátt fyrir að danski miðvörðurinn hafi framlengt samning sinn við Liverpool. Agger var orðaður við spænska stórliðið í sumar og nú eru ensku slúðurblöðin The Sun og Daily Mirror farin að skrifa um málið á ný.

Enski boltinn

Defoe: Besta Tottenham-lið sem ég hef verið í

Jermain Defoe, framherji Tottenham, er sannfærður um að liðið í dag sé það besta hjá félaginu síðan að hann kom fyrst á White Hart Lane árið 2004. Defoe hefur spilað með Spurs síðan þá fyrir utan eitt tímabil með Portsmouth.

Enski boltinn