Enski boltinn

Coloccini farinn heim til Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabricio Coloccini og Alan Pardew.
Fabricio Coloccini og Alan Pardew. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabricio Coloccini, fyrirliði Newcastle, spilar ekki með liðinu fyrr en í fyrsta lagi í maí ef marka má knattspyrnustjórann Alan Pardew. Coloccini meiddist á baki þegar hann hreinsaði frá markinu með hjólhestaspyrnu í 4-2 sigri á Southampton í febrúar.

Hinn 31 árs gamli Coloccini braut tvö bein í bakinu og verður frá í allt að sjö vikur. Hann fékk að fara heim til Argentínu til að slaka á og hitta fjölskyldu sína.

„Colo er farinn heim til Argentínu. Það er ekkert sem við getum gert fyrir hann hér. Hann kemur til baka eftir viku," sagði Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle en Coloccini gæti snúið til baka eftir á bilinu þrjár til sjö vikur.

Pardew keypti Mapou Yanga-Mbiwa í janúarglugganum og mun hann væntanlega leysa af Coloccini og spila við hlið Steven Taylor í miðvarðarstöðunum í næstu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×