Enski boltinn

Mancini: Veit ekki hvað verður um Tevez

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tevez var alltaf skrefi á undan botnliði B-deildarinnar í gær
Tevez var alltaf skrefi á undan botnliði B-deildarinnar í gær Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta segist ekki vita hversu lengi Carlos Tevez verður hjá félaginu. Tevez skoraði þrennu fyrir City í gær.

Tevez lék frábærlega fyrir City sem átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sæti sitt í  undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. Tevez er samningsbundinn Manchester City til 2014 og gæti verið seldur í sumar framlengi hann ekki samninginn við félagið. Tevez hefur sagt að hann langi heim til Argentínu í framtíðinni.

„Það er mikilvægt að Tevez haldi áfram að skora því við þurfum á mörkum hans að halda það sem eftir er af leiktíðinni,“ sagði Mancini eftir sigurinn á Barnsley í gær.

„Ég vil ekki tala um hvað mun gerast næsta sumar. Carlos á ár eftir af samningum þannig að þetta ræðst á því hvað hann vill gera. Ég vil ekkert segja um framtíðina. Við þurfum að einbeita okkur að tveimur síðustu mánuðum tímabilsins.

„Carlos hefur oft sagt að hann vilji fara aftur til Argentínu og hann stjórnar ferðinni,“ sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×