Enski boltinn

Real Madrid tilbúið að bjóða í Bale

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Bale hefur verið óstöðvandi að undanförnu
Bale hefur verið óstöðvandi að undanförnu Mynd:NordicPhotos/Getty
Real Madrid er sagt tilbúið að bjóða Luka Modric auk 30 milljónir punda í velsku stórstjörnu Tottenham, Gareth Bale. Bale hefur farið á kostum á tímabilinu og því fylgir jafnan orðrómur um að Real Madrid sé á eftir leikmanninum.

Real Madrid vonast til að Luka Modric, sem lék áður með Tottenham, sé það sem muni freista Tottenham nóg til að liðið verði tilbúið að selja.

Króatinn hefur ekki náð að festa sig í sessi á Spáni en Real Madrid borgaði Tottenham 33 milljónir punda fyrir hann í sumar.

Real Madrid gæti misst Ronaldo í sumar og fari svo að Ronaldo fari aftur Manchester United vill Real Madrid fylla skarð hans með Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×