Enski boltinn

Manchester United fær Nike í lið með sér til að fá Ronaldo

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ronaldo vildi ekki fagna marki sínu á Old Trafford á þriðjudag.
Ronaldo vildi ekki fagna marki sínu á Old Trafford á þriðjudag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fréttir frá Englandi herma að forráðamenn Manchester United hafi fundað með íþróttavöruframleiðandanum Nike til að finna leið til að fjármagna kaup félagsins á Portúgalanum Cristiano Ronaldo frá Real Madrid.

Manchester United seldi Ronaldo til Real Madrid sumarið 2009 en nú þykir Ronaldo vera orðinn ósáttur hjá spænska stórliðinu og vilji aftur á Old Trafford.

Sir Alex Ferguson hefur gefur lítið fyrir þann orðróm að Ronaldo gæti verið á leið aftur til Manchester en fregnir herma að forráðamenn Manchester United hafi rætt ítarlega við Nike um hvernig sé hægt að fjármagna endurkomu þessa frábæra knattspyrnumanns til Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×