Enski boltinn

Williams langaði að rota Suarez

Ashley Williams, fyrirliði Swansea, er heldur betur búinn að tendra bálið fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina. Það er nefnilega verið að birta útdrátt úr bók hans í vikunni en þar tekur hann Luis Suarez, leikmann Liverpool, í gegn.

Enski boltinn

Lambert dæmdur í eins leiks bann

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, hefur verið dæmdur í eins leiks bann af enska knattspyrnusambandinu vegna ummæla sinna eftir 5-0 tapleikinn á móti Manchester City um síðustu helgi.

Enski boltinn

Di Matteo rekinn frá Chelsea

Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi.

Enski boltinn

Benítez á leiðinni á Brúna?

Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn

Lögreglan í Liverpool yfirheyrði Sterling

Raheem Sterling er að standa sig frábærlega innan vallar en það gengur ekki eins vel hjá þessum 17 ára strák að fóta sig utan vallar. Sky Sports segir frá því í dag að lögreglan í Liverpool hafi yfirheyrt leikmanninn.

Enski boltinn

Helgin í enska gerð upp á Sjónvarpsvef Vísis

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helst aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Enski boltinn

Jafnt hjá West Ham og Stoke

West Ham náði ekki að komast upp í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þar sem að liðið mátti sætta sig við 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stoke City.

Enski boltinn

Frimpong lánaður til Charlton eins og Eggert Gunnþór

Emmanuel Frimpong, miðjumaður Arsenal, mun spila með Charlton út árið 2012 en hann hefur verið lánaður til enska b-deildarfélagsins fram í janúar. Íslenski landsliðsmiðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson kom til Charlton á láni frá Úlfunum á dögunum.

Enski boltinn

Rio Ferdinand gæti elt Anelka og Drogba til Kína

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, er að renna út á samningi næsta sumar og er enn ekki viss hvað hann ætlar að gera. Guardian hefur þó heimildir fyrir því að hann sé alvarlega að hugsa um að yfirgefa Old Trafford í sumar.

Enski boltinn

Carragher: Liverpool getur náð Meistaradeildarsæti

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti náð Meistaradeildarsæti í vor þrátt fyrir slaka byrjun í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann 3-0 sigur á Wigan um helgina og er nú átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Allardyce hefur áhuga á Anelka

Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur greint frá því að hann sé mjög áhugasamur um að semja við framherjann Nicolas Anelka sem leikur með Shanghai Shenhua í Kína.

Enski boltinn

Íslensku strákarnir ekki á skotskónum í Englandi

Íslendingaliðið Cardiff City komst upp í annað sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann góðan sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff. Fyrsti leikur Arons í byrjunarliðinu í nokkurn tíma. Hann fór af velli á 61. mínútu fyrir Craig Bellamy. Heiðar lék allan leikinn.

Enski boltinn