Enski boltinn

Arsenal þarf að bíða eftir Nasri

Ólíklegt er að Arsenal geti gengið frá kaupum á Samir Nasri frá Marseille þar til eftir Evrópumótið. Franski landsliðsmaðurinn er efstur á óskalista Arsenal en viðræður hafa tekið lengri tíma en búist var við.

Enski boltinn

Ferguson horfir til Santa Cruz

Paragvæski sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn er orðaður við Englands- og Evrópumeistara Manchester United. Talið er að Sir Alex Ferguson sé að íhuga að gera 15 milljón punda boð í leikmanninn.

Enski boltinn

Chelsea vill líka fá Hughes

Sky fréttastofan hefur heimildir fyrir því að menn innan Chelsea vilji ráða Mark Hughes sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hughes er efstur á óskalista Manchester City eins og við greindum frá í dag.

Enski boltinn

Ómögulegt að fá Ronaldo

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að ómögulegt sé fyrir félagið að kaupa Cristiano Ronaldo í sumar. Ronaldo hefur sterklega verið orðaður við spænska stórliðið.

Enski boltinn

Mun Essien fylgja Mourinho til Inter?

Talið er að Michael Essien sé efstur á óskalista Jose Mourinho sem ráðinn hefur verið nýr þjálfari Inter. Mourinho mun fá mikinn pening til leikmannakaupa og talið er að hann geti fengið Essien fyrir um 25 milljónir punda.

Enski boltinn

Robinho segir United og Chelsea á eftir sér

Brasilíski landsliðsmaðurinn Robinho segist vera á óskalista ensku stórliðana Manchester United og Chelsea. Leikmaðurinn hefur verið þrjú ár hjá Real Madrid á Spáni en ekki unnið sér fast sæti í byrjunarliðinu.

Enski boltinn

Eriksson hættur hjá Man City

Manchester City er búið að reka Sven-Göran Eriksson úr starfi knattspyrnustjóra. Sá sænski stýrði City til Evrópusætis á nýliðnu tímabili en fékk þau skilaboð frá eiganda liðsins, Thaksin Shinawatra, í apríl að ekki væri þörf á hans kröftum.

Enski boltinn

Emre á leið til Fenerbahce

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Fenerbahce hefur félagið komist að samkomulagi við Newcastle um kaup á tyrkneska miðvallarleikmanninum Emre Belozoglu.

Enski boltinn

Scolari hefur ekkert heyrt frá Chelsea

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segist ekki hafa heyrt í forráðamönnum Chelsea varðandi knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Hann segist einbeita sér að fullu á að undirbúa lið sitt fyrir EM.

Enski boltinn

Bostock á leið til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er nú við það að landa hinum 16 ára gamla miðjumanni John Bostck frá Crystal Palace. Bostock er yngsti leikmaður sem komið hefur við sögu í leik með Palace eftir að hafa komið við sögu hjá liðinu aðeins 15 ára gamall í fyrrahaust.

Enski boltinn