Voru mennirnir sem Eriksson keypti að standa sig? Elvar Geir Magnússon skrifar 2. júní 2008 10:00 Benjani og Elano. Sven-Göran Eriksson keypti alls tíu leikmenn í stuttri stjórnartíð sinni hjá Manchester City. Hér má sjá hvaða leikmenn það voru og hvort þeir stóðu undir væntingum? Rolando Bianchi - NeiEriksson setti það sem forgangsatriði að fá sóknarmann til liðsins og keypti Bianchi frá Reggina á 8,8 milljónir punda. Hann hafði skorað 18 mörk í ítalska boltanum tímabilið á undan og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir City. Hann náði alls ekki að fylgja eftir þeirri byrjun og skoraði næsta mark sitt ekki fyrr en fjórum mánuðum síðar. Hann missti sætið í byrjunarliðinu og var á endanum lánaður til Lazio í heimalandinu. Geovanni - NeiGeovanni hafði flotta ferilskrá áður en Eriksson fékk hann til City. Líkt og Bianchi lofaði hann mjög góðu í byrjun tímabilsins. Skoraði í fyrsta leik og menn spáðu honum hetjustimpli eftir að hann tryggði City sigur á erkifjendunum í Manchester United. En eftir það mark lá leiðin aðeins niður og hann olli miklum vonbrigðum. Elano - Frekar já en neiÍ byrjun tímabils spilaði City blússandi sóknarbolta og Elano var hjartað í leik liðsins. Menn trúðu að hann væri leikmaður sem gæti hjálpað City að komast í hóp fjögurra efstu í deildinni. En eins og hjá mörgum öðrum leikmönnum City dalaði hann seinni hlutann. Breyting á leikskipulagi hafði sín áhrif. Hann viðurkenndi að erfiðir vellirnir yfir háveturinn væru að gera honum erfitt fyrir. Stóð sig þó ágætlega í heildina og sýndi fjölhæfni sína þegar hann brá sér í hægri bakvörðinn til að hjálpa City í varnarvandræðum sínum. Gelson Fernandes - JáÞessi ungi svissneski miðjumaður lék bæði á miðju og í vörn á tímabilinu. Þessi 22 ára leikmaður er þegar orðinn fastamaður í landsliði sínu og gæti orðið frábær úrvalsdeildarleikmaður. Virkilega vinnusamur og stóð sig mjög vel á fyrsta tímabili hjá City. Martin Petrov - JáVirkilega hæfileikaríkur vængmaður sem keyptur var frá Atletico Madrid. Les leikinn vel og er með frábærar sendingar. Sýndi líka að hann er góður að nýta færin sín. Skilaði lítilli varnarvinnu en átti samt sem áður fast sæti í liðinu. Javier Garrido - Já (rétt svo)Garrido átti eins og Manchester City tímabil sem skipta má í tvo kafla. Hann kostaði þó frekar lítið og og er nokkuð ungur að árum svo hann verður að fá tíma til að aðlagast enska boltanum. Vedran Corluka - JáKróatinn Corluka á framtíðina fyrir sér. Lofaði góðu sem miðvörður og var frábær sem hægri bakvörður. Traustur leikmaður sem á sjaldan afburða-leiki en gerir fá mistök. Hann leggur ekki upp mörk og skorar ekki en hann kann að tækla! Valeri Bojinov - Ekki hægt að dæmaSóknarmaðurinn Bojinov gat ekki sýnt stuðningsmönnum City hvað í sér býr vegna meiðsla. Mun vonandi geta sýnt það á næsta tímabili. Felipe Caicedo - Já og neiNítján ára sóknarmaður frá Ekvador sem var fenginn með framtíðina í huga. Kom af bekknum og sýndi ágæt tilþrif á köflum. Benjani - Já (rétt svo)Byrjaði rólega hjá City en komst í uppáhald hjá stuðningsmönnum með því að skora gegn Manchester United. Mörk í síðustu tveimur leikjunum sýna að hann er farinn að finna sig. Hefur sannað sig sem markaskorari í úrvalsdeildinni. Heimild: BBC Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Sven-Göran Eriksson keypti alls tíu leikmenn í stuttri stjórnartíð sinni hjá Manchester City. Hér má sjá hvaða leikmenn það voru og hvort þeir stóðu undir væntingum? Rolando Bianchi - NeiEriksson setti það sem forgangsatriði að fá sóknarmann til liðsins og keypti Bianchi frá Reggina á 8,8 milljónir punda. Hann hafði skorað 18 mörk í ítalska boltanum tímabilið á undan og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir City. Hann náði alls ekki að fylgja eftir þeirri byrjun og skoraði næsta mark sitt ekki fyrr en fjórum mánuðum síðar. Hann missti sætið í byrjunarliðinu og var á endanum lánaður til Lazio í heimalandinu. Geovanni - NeiGeovanni hafði flotta ferilskrá áður en Eriksson fékk hann til City. Líkt og Bianchi lofaði hann mjög góðu í byrjun tímabilsins. Skoraði í fyrsta leik og menn spáðu honum hetjustimpli eftir að hann tryggði City sigur á erkifjendunum í Manchester United. En eftir það mark lá leiðin aðeins niður og hann olli miklum vonbrigðum. Elano - Frekar já en neiÍ byrjun tímabils spilaði City blússandi sóknarbolta og Elano var hjartað í leik liðsins. Menn trúðu að hann væri leikmaður sem gæti hjálpað City að komast í hóp fjögurra efstu í deildinni. En eins og hjá mörgum öðrum leikmönnum City dalaði hann seinni hlutann. Breyting á leikskipulagi hafði sín áhrif. Hann viðurkenndi að erfiðir vellirnir yfir háveturinn væru að gera honum erfitt fyrir. Stóð sig þó ágætlega í heildina og sýndi fjölhæfni sína þegar hann brá sér í hægri bakvörðinn til að hjálpa City í varnarvandræðum sínum. Gelson Fernandes - JáÞessi ungi svissneski miðjumaður lék bæði á miðju og í vörn á tímabilinu. Þessi 22 ára leikmaður er þegar orðinn fastamaður í landsliði sínu og gæti orðið frábær úrvalsdeildarleikmaður. Virkilega vinnusamur og stóð sig mjög vel á fyrsta tímabili hjá City. Martin Petrov - JáVirkilega hæfileikaríkur vængmaður sem keyptur var frá Atletico Madrid. Les leikinn vel og er með frábærar sendingar. Sýndi líka að hann er góður að nýta færin sín. Skilaði lítilli varnarvinnu en átti samt sem áður fast sæti í liðinu. Javier Garrido - Já (rétt svo)Garrido átti eins og Manchester City tímabil sem skipta má í tvo kafla. Hann kostaði þó frekar lítið og og er nokkuð ungur að árum svo hann verður að fá tíma til að aðlagast enska boltanum. Vedran Corluka - JáKróatinn Corluka á framtíðina fyrir sér. Lofaði góðu sem miðvörður og var frábær sem hægri bakvörður. Traustur leikmaður sem á sjaldan afburða-leiki en gerir fá mistök. Hann leggur ekki upp mörk og skorar ekki en hann kann að tækla! Valeri Bojinov - Ekki hægt að dæmaSóknarmaðurinn Bojinov gat ekki sýnt stuðningsmönnum City hvað í sér býr vegna meiðsla. Mun vonandi geta sýnt það á næsta tímabili. Felipe Caicedo - Já og neiNítján ára sóknarmaður frá Ekvador sem var fenginn með framtíðina í huga. Kom af bekknum og sýndi ágæt tilþrif á köflum. Benjani - Já (rétt svo)Byrjaði rólega hjá City en komst í uppáhald hjá stuðningsmönnum með því að skora gegn Manchester United. Mörk í síðustu tveimur leikjunum sýna að hann er farinn að finna sig. Hefur sannað sig sem markaskorari í úrvalsdeildinni. Heimild: BBC
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira