Enski boltinn

Evra í fjögurra leikja bann

Franski bakvörðurinn Patrice Evra hjá Manchester United hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann og gert að greiða 15 þúsund punda sekt fyrir hlut sinn í áflogum milli leikmanna United og vallarstarfsmanna Chelsea eftir leik liðanna á síðustu leiktíð.

Enski boltinn

Wenger vill halda Gallas

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vilja halda William Gallas hjá félaginu þrátt fyrir allt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að undanförnu.

Enski boltinn

28 misheppnuð kaup Keane

Enska götublaðið Daily Mail heldur því fram að stór meirihluti þeirra 39 leikmanna sem Keane fékk til Sunderland á sínum tíma þar hafi reynst slæm kaup.

Enski boltinn

Uefa bikarinn: Lítill glans á ensku liðunum

Tvö ensk lið voru í eldlínunni í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Portsmouth féll úr leik eftir 3-2 tap gegn þýska liðinu Wolfsburg en Aston Villa er komið áfram í 32-liða þrátt fyrir neyðarlegt 2-1 tap á heimavelli fyrir MSK Zilina frá Slóvakíu.

Enski boltinn

Elano frá í tvær vikur

Elano verður frá næstu tvær vikurnar að minnsta kosti eftir að hann meiddist í leik Manchester City og Paris St. Germain í UEFA-bikarkeppninni í gær.

Enski boltinn

Barry ætlar að bíða

Gareth Barry, leikmaður Aston Villa, ætlar að bíða með að skrifa undir nýjan samning til að sjá hvort að félagið komist í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta keppnistímabil.

Enski boltinn

Tevez fór hamförum í sigri United

Argentínumaðurinn Carlos Tevez minnti heldur betur á sig í liði Manchester United í kvöld þegar hann átti þátt í öllum fimm mörkunum í 5-3 sigri liðsins á Blackburn í deildabikarnum.

Enski boltinn

Rio: Ég þoldi ekki Manchester United

Miðvörðurinn Rio Ferdinand hjá Manchester United er uppalinn stuðningsmaður West Ham. Hann viðurkenndi í viðtali við Mirror í dag að hann hefði ekki þolað Manchester United í eina tíð.

Enski boltinn