Enski boltinn

Liverpool vann kapphlaupið um hinn nýja Walcott

Liverpool hefur náð samningum um kaup á hinum eftirsótta Raheem Sterling frá QPR en kaupverðið er ekki gefið upp. Hinn fimmtán ára gamli sterling var einnig undir smásjá Manchester United, Manchester City og Fulham en Liverpool náði að hreppa leikmanninn sem hefur verið kallaður hinn nýi Theo Walcott.

Enski boltinn

Sigrar hjá Bolton og Portsmouth

Stuðningsmenn Portsmouth átu leyft sér að brosa út í annað í dag þegar dauðadæmt lið félagsins vann flottan útisigur á Burnley. Sigurinn styrkir afar veika von félagsins um að halda sæti sínu í deildinni.

Enski boltinn

Chelsea steinlá fyrir City - tveir leikmenn Chelsea sáu rautt

Man. City gerði grönnum sínum í Man. Utd mikinn greiða í dag er liðið lagði Chelsea, 2-4, á Stamford Bridge í dag. Chelsea er aðeins með eins stigs forskot á toppi deildarinnar eftir leikinn og bæði lið hafa leikið jafn marga leiki. Man. City komst aftur á móti upp í fjórða sætið með sigrinum.

Enski boltinn

Daily Star: Brunaútsala framundan hjá United í sumar

Slúðurblaðið Daily Star telur sig hafa heimildir fyrir því að knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hafi verið skipað af eigendum félagsins að selja hátt í fimmtán leikmenn næsta sumar til þess að lækka launakostnað félagsins og grynnka þar með á skuldum.

Enski boltinn

Cech frá í mánuð

Næsti mánuður gæti reynst Chelsea erfiður því liðið verður án markvarðarins sterka, Petr Cech, en hann meiddist í leiknum gegn Inter í gær.

Enski boltinn