Enski boltinn

Avram Grant bæði sár og reiður

Elvar Geir Magnússon skrifar
Avram Grant er sár yfir því að ekki hafi tekist að bjarga Portsmouth.
Avram Grant er sár yfir því að ekki hafi tekist að bjarga Portsmouth.

Portsmouth mun líklegast fara í greiðslustöðvun á morgun. Verða þá níu stig dregin af liðinu sem gerir að verkum að kraftaverk þyrfti til að bjarga liðinu frá falli.

„Ég er mjög sár og reiður yfir því hvernig staðan er. Ég vil þó kynna mér þetta ástand betur áður en ég segi mína skoðun," segir Avram Grant, knattspyrnustjóri Portsmouth.

Félagið verður fyrsta úrvalsdeildarliðið til að hljóta þessi örlög. Fjórum eigendum mistókst að sanna að þeir hefðu pening til að kaupa félagið í dag. Fréttatilkynningar er að vænta á morgun vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×