Enski boltinn

Winterburn: Ákvörðun Bridge góð fyrir England

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nigel Winterburn í leik með Arsenal í þá gömlu góðu.
Nigel Winterburn í leik með Arsenal í þá gömlu góðu.

Nigel Winterburn, fyrrum bakvörður Arsenal og enska landsliðsins, segir að sér hafi komið mjög á óvart þegar hann heyrði af ákvörðun Wayne Bridge að hætta að spila með landsliðinu.

„Hann er frábær leikmaður og það er mikill heiður að vera valinn til að spila fyrir hönd þjóðarinnar. Það er augljóst að þetta mál er honum mjög erfitt og hann telur sig alls ekki geta unnið með John Terry aftur," segir Winterburn.

„Á hinn bóginn getur þessi ákvörðun verið góð fyrir enska landsliðið. Öll athygli hefði beinst að Bridge og Terry en nú verður það ekki. Liðið losnar við taugaspennu og neikvæða fjölmiðlaumfjöllun."

„John Terry er nauðsynlegur fyrir enska landsliðið svo það er útilokað að honum verði kastað fyrir borð. Bridge gæti því hafa verið að ljúka sínum landsliðsferli. Ég hef samt ekki miklar áhyggjur fyrir hönd Englands sem er vel sett með vinstri bakverði. Við höfum Ashley Cole sem er einn sá besti í heimi og svo geta Stephen Warnock og Leighton Baines verið til taks," segir Winterburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×