Enski boltinn

Saha kallaður inn í landsliðshóp Frakka eftir fjarveru

Ómar Þorgeirsson skrifar
Louis Saha.
Louis Saha. Nordic photos/AFP

Framherjinn Louis Saha hjá Everton hefur þótt spila frábærlega á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það er greinilegt að það hefur heldur ekki farið framhjá landsliðsþjálfaranum Raymond Domenech.

Saha er í 24-manna landsliðshópi Frakka fyrir vináttulandsleik gegn Spáni í næstu viku en framherjinn spilaði síðast fyrir Frakka í nóvember árið 2006. Saha er einn fimm leikmanna í hópnum sem spila í ensku úrvalsdeildinni.

Landsliðshópur Frakka:

Lloris (Lyon), Mandanda (Marseille), Carrasso (Bordeaux); Boumsong (Lyon), Escude (Sevilla), Evra (Manchester United), Sagna (Arsenal), Rami (Lille), Ciani (Bordeaux), Cissokho (Lyon), Fanni (Rennes); Diarra (Real Madrid), Toulalan (Lyon), Gourcuff (Bordeaux), Ribery (Bayern Munich), Sissoko (Toulouse), Malouda (Chelsea), Cheyrou (Marseille), Ben Arfa (Marseille); Henry (Barcelona), Nicolas Anelka (Chelsea), Govou (Lyon), Remy (Nice), Saha (Everton).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×