Enski boltinn

Bæði bók og heimildarmynd í vinnslu um ævi Kanu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nwankwo Kanu.
Nwankwo Kanu. Nordic photos/AFP

Vefmiðillinn Bella Naija greindi frá því í dag að til standi að gefa út bók og heimildarmynd um ævi Nígeríumannsins Nwankwo Kanu hjá Portsmouth næsta haust.

Heimildarmyndin mun bera titilinn Lion Heart: The Kanu Story og vísar til erfiðleikanna sem kappinn gekk í gegnum eftir að hafa greinst með hjartagalla þegar hann spilaði fyrir Inter á árið 1996.

Kanu fór í hjartaaðgerð sem heppnaðist vel og því gat hann haldið knattspyrnuferli sínum áfram. Kanu stofnaði í kjölfarið Heart Foundation en megin markmið stofnunarinnar er að hjálpa börnum í Afríkju sem greind eru með hjartagalla.

„Heimildarmyndin fjallar ekki eingöngu um líf Kanu heldur er henni einnig ætlað að koma á framfæri mikilvægum skilaboðum víðs vegar um heiminn. Það er vissulega fjallað knattspyrnuferil Kanu en það er líka einblínt á mikilvægi þess að leggja sig fram við að komast yfir erfiðleika sem lífið býður stundum uppá og að gefast aldrei upp þó á móti blási.

Í myndinni birtast viðtöl við samferðamenn Kanu eins og fyrrum og núverandi liðsfélaga, þjálfara hans og aðdáendur," segir Bayo Awolaja, leikstjóri myndarinnar.

Hinn 33 ára gamli Kanu hefur verið afar sigursæll á ferli sínum og flesta þá helstu titla sem eru í boði fyrir atvinnumenn í fótbolta. Kanu vann Meistaradeildina með Ajax, UEFA-bikarinn með Inter, enska FA-bikarinn með Arsenal og Portsmouth og enska deildartitilinn með Arsenal. Þá vann hann gull á ólympíuleikunum með Nígeríu auk þess að hafa tvisvar sinnum verið kosinn besti leikmaður ársins í Afríku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×