Enski boltinn

Daily Star: Brunaútsala framundan hjá United í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic photos/AFP

Slúðurblaðið Daily Star telur sig hafa heimildir fyrir því að knattspyrnustjóranum Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United hafi verið skipað af eigendum félagsins að selja hátt í fimmtán leikmenn næsta sumar til þess að lækka launakostnað félagsins og grynnka þar með á skuldum.

United er samkvæmt blaðinu sagt vera að berjast við 716 milljón punda skuld og að leikmenn á borð við Michael Owen, Anderson, Nani, Ben Foster og jafnvel Dimitar Berbatov verði því líklega seldir.

Auk þess sem að reynt verði að koma í verð yngri leikmönnum sem ekki hafi náð að sanna sig til þessa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×