Enski boltinn

Redknapp vill prófa tvo aðaldómara

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldómara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara.

Enski boltinn

Man. Utd orðað við leikmann Crystal Palace

Þeir eru ekki margir sem þekkja Nathaniel Clyne hjá Crystal Palace en hann hefur engu að síður vakið athygli Man. Utd og er nú sterklega orðaður við ensku meistarana. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var hrifinn af stráknum er United tapaði fyrir Palace í deildarbikarnum.

Enski boltinn

Spurs vill fá Kaká í janúar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er hrifinn af stórum stjörnum og setur markið hátt í leikmannamálum. Hann vill nú fá Brasilíumanninn Kaká frá Real Madrid í janúar.

Enski boltinn

Carrick: Erum í betri stöðu en í fyrra

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Man. Utd segir að það sé engin krísa hjá liðinu og það sé nákvæmlega þar sem það vill vera. Liðið sé tilbúið í að berjast um enska meistaratitilinn allt til enda.

Enski boltinn

Lampard: Við urðum að vinna þennan leik

Frank Lampard var hetja Chelsea í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti toppliði Manchester City. Lampard skoraði markið úr víti aðeins níu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsta tap City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Enski boltinn

Arsenal án bakvarða

Brasilíski bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal verður frá æfingum og keppni næstu þrjá mánuðina hið minnsta. Hann er meiddur á ökkla og þarf að leggjast undir hnífinn fræga.

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna Man City í deildinni í vetur

Frank Lampard kom inn á sem varamaður og tryggði Chelsea 2-1 sigur á toppliði Manchester City á Brúnni í kvöld en þetta var fyrsta tap City-liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. City er nú "bara" með tveggja stiga forskot á Manchester United og nú er Chelsea komið upp í þriðja sætið, sjö stigum á eftir toppliðinu.

Enski boltinn

Man. Utd að skoða ungan leikmann hjá PSV

Breska blaðið The Mirror segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sé nú þegar farinn að leita að arftaka Patrice Evra hjá félaginu. United hefur augastað á ungstirninu Jetro Willems hjá PSV Eindhoven en hann er aðeins 17 ára gamall.

Enski boltinn

Mata: Við óttumst ekki Man. City

Það er sannkallaður risaleikur í enska boltanum í kvöld þegar Chelsea tekur á móti toppliði Man. City í ensku úrvalsdeildinni. City hefur ekki enn tapað leik í deildinni.

Enski boltinn