Enski boltinn

Man. Utd að skoða ungan leikmann hjá PSV

Willems í leik með PSV.
Willems í leik með PSV.
Breska blaðið The Mirror segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sé nú þegar farinn að leita að arftaka Patrice Evra hjá félaginu. United hefur augastað á ungstirninu Jetro Willems hjá PSV Eindhoven en hann er aðeins 17 ára gamall.

Bróðir Ferguson, Martin, njósnaði um Willems um síðustu helgi en hann kom til PSV frá Sparta Rotterdam síðasta sumar.

Evra er orðinn þrítugur og ekki mörg ár eftir. Ferguson er sagður vilja fá Willems til félagsins og gefa honum nokkur ár til að læra af Evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×