Enski boltinn

Wolves með þrjá stjóra í sigtinu

Félag Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Wolves, er enn í stjóraleit eftir að félagið rak Mick McCarthy í upphafi vikunnar. Samkvæmt heimildum Sky þá koma þrír stjórar til greina í starfið.

Enski boltinn

Massimo Taibi: Ég sé sjálfan mig í David de Gea

Massimo Taibi, fyrrum markvörður Manchester United, þekkir það manna best hvernig að er falla ekki í kramið á Old Trafford en hann yfirgaf félagið með skottið á milli lappanna árið 2000 eftir að hafa gert nokkur stór mistök í mark Manchester United.

Enski boltinn

Giggs: Erfitt að meta hvenær best sé að hætta

Goðsögnin Ryan Giggs hjá Man. Utd viðurkennir að hann sé hræddur um að velja rangan tímapunkt þegar kemur að því að leggja skóna á hilluna. Það stendur reyndar ekki til hjá Giggs að hætta á næstunni þar sem hann er búinn að semja við Man. Utd út næstu leiktíð.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Tekur Redknapp við enska landsliðinu?

Harry Redknapp er enn í baráttunni um enska meistaratitilinn með lið sitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 sigur liðsins um helgina gegn Newcastle. Redknapp er ofarlega á lista yfir þá sem eru líklegir til þess að taka við enska landsliðinu eftir að Fabio Capello hætti þar störfum á dögunum.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sagan endalausa af Suárez og Evra

Sagan endalausa um samskipti þeirra Luis Suárez framherja Liverpool og Patrice Evra varnarmanns Manchester United var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðu mála með Þorvaldi Örlygssyni þjálfara Fram sem var gestur "Messunnar“ að þessu sinni.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Síðasta Elokobi-hornið

George Nganyuo Elokobi mun ekki leika fleiri leiki með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið lánaður til Nottingham Forest í næst efstu deild. Í Sunnudagsmessunni var Elokobi kvaddur með þessu myndbandi.

Enski boltinn

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Enski boltinn

McCarthy rekinn frá Wolves

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Wolves fá nýjan stjóra í vikunni því Wolves er búið að reka Mick McCarthy, stjóra félagsins. McCarthy er búinn að stýra Wolves frá árinu 2006. Wolves lá gegn WBA um helgina, 5-1, og féll um leið niður í fallsæti. Það sætti stjórn félagsins sig ekki við og rak því stjórann í morgun.

Enski boltinn

King vill ekki missa Redknapp

Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Enski boltinn

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Enski boltinn

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.

Enski boltinn