Enski boltinn

Wolves með þrjá stjóra í sigtinu

Steve Bruce gæti fengið vinnu fljótlega.
Steve Bruce gæti fengið vinnu fljótlega.
Félag Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Wolves, er enn í stjóraleit eftir að félagið rak Mick McCarthy í upphafi vikunnar. Samkvæmt heimildum Sky þá koma þrír stjórar til greina í starfið.

Þessir þrír stjórar eru Alan Curbishley, Steve Bruce og Neil Warnock.

Curbishley hefur þegar lýst yfir áhuga á starfinu. Hann stýrði Charlton í 15 ár og var síðan hjá West Ham.

Bruce var rekinn frá Sunderland fyrr í vetur og Warnock var einnig rekinn í vetur en hann stýrði QPR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×