Enski boltinn

Wenger: Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn

Arsenal afhenti Manchester United nánast enska meistaratitilinn á silfurfati með því að vinna Manchester City 1-0 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Sir Alex: Þetta var rangstaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi eftir sigurleikinn á móti Queens Park Rangers í dag að hans lið átti aldrei að fá vítaspyrnu og rautt spjald á fyrirliða QPR í upphafi leiksins en Ashley Young var rangstæður þegar hann fiskaði vítið.

Enski boltinn

Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City

Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Skorar ekki enn á Liberty

Gylfa Þór Sigurðssyni tókst ekki að opna markareikning sinn á heimavelli í gær þegar Swansea City tapaði 0-2 á heimavelli á móti Newcastle í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi átti fleiri skot en allt Newcastle-liðið til samans.

Enski boltinn

Van Persie býst við markaleik á móti Man City

Robin van Persie, framherji Arsenal, býst við miklum markaleik á sunnudaginn þegar Arsenal tekur á móti Manchester City á Emirates-leikvanginum. Van Persie segir að bæði lið verði að fá þrjú stig og hafi bæði hæfileikamenn til að bjóða upp á flottan leik.

Enski boltinn

Paul Ince vill verða stjóri Eggerts Gunnþórs

Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er tilbúinn að setjast í stjórastólinn hjá Úlfunum strax í dag svo að hann geti hjálpað sínum gömlu félögum að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Reading á toppinn í ensku b-deildinni - Le Fondre hetjan gegn Leeds

Adam Le Fondre kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tryggði Reading dýrmætan 2-0 sigur á tíu mönnum Leeds í ensku b-deildinni í fótbolta með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútum leiksins. Sigurinn kemur Reading jafnframt toppsætið í ensku b-deildinni því liðið er nú með tveggja stiga forskot á Southampton sem á reyndar leik inni á morgun.

Enski boltinn

Dalglish: Ég hef aldrei lent í svona áður

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ætlar að halda sínu striki og hvorki að gefast upp eða breyta sínum aðferðum þrátt fyrir skelfilegt gengi liðsins á undanförnu. Liverpool hefur aðeins náð í fjögur stig út úr síðustu átta leikjum sínum.

Enski boltinn

Muamba kominn á kreik

Fabrice Muamba, miðjumaður Bolton, er byrjaður að labba á göngum gjörgæsludeildar London Chest-spítalans. Muamba fékk hjartaáfall í leik Bolton gegn Tottenham 17. mars.

Enski boltinn