Enski boltinn

Eigandi Liverpool vill ræða við Brendan Rodgers á morgun

Liverpool hefur enn áhuga á því að ræða við Brendan Rodgers, stjóra Swansea, um möguleikann á því að hann verði eftirmaður Kenny Dalglish á Anfield. Enskir fjölmiðlar segja frá því að eigandi Liverpool sé kominn til Englands og ætli að ræða við Rodgers á morgun.

Enski boltinn

659 milljónir halda með Manchester United í heiminum

Það halda flestir fótboltaáhugamenn með enska liðinu Manchester United af öllum knattspyrnuliðum heimsins ef marka má nýja könnun sem United birtir á heimasíðu sinni í dag. United hefur tvöfaldað stuðningsmanna hóp sinn síðustu ár og á meðal annars tvöfalt fleiri stuðningsmenn en Barcelona í Asíu.

Enski boltinn

Cech framlengir við Chelsea

Tékkneski markvörðurinn Petr Cech er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea og verður hjá félaginu til ársins 2016 hið minnsta.

Enski boltinn

Chelsea að vinna kapphlaupið um Hazard

Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, er sagður hafa ákveðið að ganga til liðs við Chelsea í stað Manchester liðanna í sumar, eftir miklar vangaveltur um framtíð hans á undanförnum vikum.

Enski boltinn

Sol Campbell ráðleggur stuðningsmönnum Englands að vera heima

Keppni á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu hefst eftir 11 daga en keppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu. Margir hafa áhyggjur af hvernig tekið verður á móti áhorfendum í þessum löndum og hafa fjölskyldur tveggja enskra landsliðsmanna ákveðið að verða eftir á Englandi vegna fjölmargra mála sem komið hafa upp í tengslum við kynþáttaníð í Úkraínu og Póllandi.

Enski boltinn

Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

Enski boltinn

Kostar 2,2 milljarða króna að reka Barton

Vandræðapésinn Joey Barton var í gær dæmdur í 12 leikja bann fyrir rauða spjaldið þegar Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Ef hann hefði látið vera að sparka í Sergio Aguero og reyna að skalla Vincent Kompany hefði hann sloppið með fjögurra leikja bann.

Enski boltinn

Kuyt spenntur fyrir Van Gaal

Hollendingurinn Dirk Kuyt væri ánægður með ef Liverpool myndi ráða Louis van Gaal til starfa, annað hvort sem knattspyrnustjóra eða yfirmann knattspyrnumála.

Enski boltinn

Barton dæmdur í tólf leikja bann

Enski knattspyrnumaðurinn Joey Barton hjá QPR var í dag dæmdur í tólf leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína í leik Man. City og QPR í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Fletcher á góðum batavegi

Skotinn Darren Fletcher er á góðum batavegi eftir langa baráttu við sáraristilbólgu. Vonir standa til að hann geti byrjað að æfa á nýjan leik í næsta mánuði.

Enski boltinn