Enski boltinn

Cleverley: Vonandi það versta yfirstaðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tom Cleverley, leikmaður Manchester United, stefnir að því að vera kominn aftur upp á sitt besta þegar að nýtt tímabil hefst í ensku úrvalsdeildinni.

Cleverley gerði nýjan fjögurra ára samning við United í október síðastliðnum en meiddist á ökkla á svipuðum tíma. Það gerði það að verkum að hann spilaði lítið það sem eftir lifði tímabilinu.

„Þetta hefur stundum verið algjör martröð en ég er bara 22 ára gamall og á enn fimmtán ár eftir í boltanum," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla.

„Ég hélt stundum að ég væri óheppnasti knattspyrnumaður heimsins. Þetta byrjaði vel í haust en breyttist svo í erfiðasta tímabil lífs míns. En það hefur bara hert mig og gert mig sterkari," bætti hann við. „Ég hef áður komist í gegnum erfið meiðsli. Vonandi er það versta yfirstaðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×