Enski boltinn

Almunia orðaður við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Markvörðurinn Manuel Almunia mun fara frá Arsenal þegar að samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Almunia hefur verið orðaður við annað Lundúnarlið - West Ham sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Hann er 35 ára gamall og spilaði með Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006. En síðan þá hefur hann fengið sífellt minna að spila, sérstaklega eftir að Wojciech Szczesny gerðist aðalmarkvörður liðsins.

Arsenal er nú sagt fylgjast með norska markverðinum Kenneth Udjus sem leikur með Sogndal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×