Enski boltinn

Villas-Boas: Við gátum ekki leyft Gylfa að fara frá okkur

Reading reyndi að kaupa íslenska landsliðsmanninn Gylfi Þór Sigurðsson frá Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Tottenham vildi ekki selja þrátt fyrir að Gylfi hafi ekki verið fastamaður í liðinu í vetur og að tilboð Reading hafi verið mun hærra en Tottenham borgaði Hoffenheim fyrir hann í haust.

Enski boltinn

Wenger: Vorum nálægt því að ná í einn leikmann til viðbótar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, sagði frá því í dag að félagið hafi verið nálægt því að kaupa einn leikmann til viðbótar áður en félagsskiptaglugganum lokaði í gær. Wenger keypti einn leikmann á lokadeginum en Arsenal borgaði Malaga í kringum átta milljónir punda fyrir spænska vinstri bakvörðinn Nacho Monreal.

Enski boltinn

Hazard fær ekki lengra bann fyrir boltastráka-sparkið

Eden Hazard, vængmaður Chelsea, fær "bara" þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk á móti Swansea í undanúrslitaleik deildarbikarsins á dögunum. Hazard fékk þá rautt fyrir að sparka í boltastrák Swansea sem var að reyna að tefja leikinn.

Enski boltinn

Samba samdi við QPR

QPR hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Christopher Samba fyrir 12,5 milljónir punda eða um 2,5 milljarða króna. Um félagsmet er að ræða hjá QPR.

Enski boltinn

Fer fer hvergi

Everton hefur staðfest að ekkert verði af kaupunum á Leroy Fer eftir að Hollendingurinn féll á læknisskoðun í gær.

Enski boltinn

Butland vill ekki fara til Chelsea

Jack Butland, markvörður b-deildarliðsins Birmingham City, hafnaði viðræðum við enska stórliðið Chelsea samkvæmt frétt á Guardian. Birmingham hafði samþykkt 3,5 milljón punda tilboð Chelsea í leikmanninn.

Enski boltinn

Chelsea bauð í Butland

Chelsea hefur gert tilboð í markvörðinn Jack Butland hjá Birmingham og hefur leikmaðurinn fengið leyfi til að ræða við Evrópumeistarana.

Enski boltinn