Sport

F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið

Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér.

Formúla 1

Umfjöllun: Frábær varnarleikur og naumt tap á móti heimsmeisturunum

Íslenska kvennalandsliðið tapaði 0-1 fyrir Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í lokaleik leik sínum á Evrópumótinu í Finnlandi í dag. Íslensku stelpurnar spiluðu frábæran varnarleik á móti hinu ósigrandi stórveldi kvennaboltans. Þýska liðið uppskar að lokum aðeins eitt heppnismark á móti baráttuglöðu og einbeittu liði stelpnanna okkar sem voru hvattar áfram af frábærum stuðningsmönnum og fengu tvö flott tækifæri til að jafna leikinn á lokakaflanum.

Fótbolti

Dramatískur sigur hjá Everton

Everton fékk sín fyrstu stig á þessari leiktíð þegar Wigan kom í heimsókn á Goodison Park. Everton vann leikinn, 2-1, með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Enski boltinn

Framtíð Eiðs Smára skýrist á morgun

Það mun ekki skýrast fyrr en á morgun hver framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen verður. Lokadagur félagaskiptagluggans er á morgun og þá kemur í ljós hvort Eiður fari frá Barcelona eða verði áfram í herbúðum félagsins.

Fótbolti

Pesic farinn af Skaganum

Miðjumaðurinn Igor Pesic mun væntanlega ekki leika meira með Skagamönnum í sumar en hann fékk ekki leyfi frá útlendingastofu til að dvelja lengur á landinu.

Íslenski boltinn

Öll félagaskiptin í þýska handboltanum

Það styttist í að tímabilið í þýska handboltanum hefjist. Meisturum Kiel er spáð sigri eins og oft áður en margir bíða spenntir eftir að sjá lið Rhein-Neckar Löwen sem hefur styrkt sig og meðal annars fengið Ólaf Stefánsson í sínar raðir.

Handbolti

Sigurður Ragnar: Það vilja allir leikmennirnir sanna sig

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, segir að það verði lítið mál að gera íslenska liðið tilbúið í að mæta Heims- og Evrópumeisturum Þýskalands í Tampere í dag þrátt fyrir að möguleikar íslensku stelpnanna að komast í átta liða úrslitin séu úr sögunni.

Fótbolti

Luka Modric fótbrotnaði

Tottenham varð fyrir miklu áfalli í leiknum gegn Birmingham í gær. Króatinn Luka Modric meiddist illa, fótbrotnaði, og verður lengi frá vegna meiðslanna.

Enski boltinn

Katrín: Við vitum að allar þurfa að eiga toppleik

Katrín Jónsdóttir fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins er ein af fáum í íslenska liðinu sem hefur mætt áður Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja. Ísland og Þýskaland mætast í dag í lokaleik stelpnanna okkar á EM í Finnlandi. Leikurinn hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.

Fótbolti

Meistarar og meistaraefnið í vanda á Spa

Formúlu 1 kappaksturinn á Spa brautinni í dag er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11:30 og fremstur á ráslínu er Ítalinn Giancarlo Fisichella og við hlið hans Jarno Trulli frá sama landi.

Formúla 1