F1: Milljarðamæringurinn ánægður með silfrið 30. ágúst 2009 19:23 Vijay Mallay er eigandi Force India liðsins og er hér með Giancarlo Fisichella. mynd: Getty Images Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vijay Mallay, eigandi Force India liðsins sem náði öðru sæti í belgíska kappakstrinum í dag er hæstánægður með árangur liðsins. Giancarlo Fisichella frá Ítalíu ók bíl liðsins af kappi en varð að lúta í lægra haldi fyrir Kimi Raikkönen frá Ferrari. Fisichella hafði náð besta tíma í tímatökum, en missti Raikkönen framúr sér. "Það er augljóst að KERS kerfið í bíl Kimi Raikkönen réð úrslitum, en Fisichella var mjög fljótur og elti Raikkönen á röndum frá upphafi til enda og varð sekúndu á eftir í endamark", sagði Vijay Mallay eigandi Force India liðsins. "Ég er ánægður með árangurinn og vill ekkert vera of gráðugur. Við erum stoltir af árangri Force India í dag. Lánið lék ekki við okkur í dag , en við höfum verið nærri stigasæti í þremur mótum, en ég átti ekki von á svona árangri hjá Fisichella í dag." Mallay er forríkur Indverji og rekur bæði bruggverksmiðjur sem framleiðir bjór og selur um allan heim og rekur einnig stórt flugfélag. Hvorutveggja nefnist Kingfisher og Mallay er þekktur fyrir að vera forláta gullhringa og keðjur hvert sem hann fer. Þá eru feitir vindlar aldrei langt undan. Sjá meira um Fisichella og Force Indeia
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira