Sport

Engin náði Margréti Láru - varð markahæst á EM 2009

Margrét Lára Viðarsdóttir varð markahæsti leikmaður Evrópukeppni kvenna 2009 þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora í sjálfri úrslitakeppninni. Margrét Lára skoraði tólf mörk í undankeppninni og enginn leikmannanna í úrslitakeppninni í Finnlandi náði þeim markafjölda.

Fótbolti

Rússi hugsanlega á leiðinni í markið hjá Manchester United

Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskva og rússneska landsliðsins, fagnar því að vera orðaður við ensku meistarana í Manchester United. Akinfeev hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína með bæði CSKA og landsliðinu en hann er aðeins 23 ára gamall og því framtíðarmarkmaður.

Enski boltinn

Knattspyrnusamband Tælands vill fá Robson

Knattspyrnusamband Tælands er að leita að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Peter Reid sagði stöðu sinni lausri á dögunum en forseti sambandsins hefur staðfest að Bryan Robson sé á óskalistanum.

Fótbolti

Ráðleggja leikmönnum að heilsast ekki vegna Svínaflensunnar

Sænska knattspyrnusambandið óttast útbreiðslu Svínaflensunnar meðal sinna félaga og hefur ráðlagt knattspyrnumönnum og konum í landinu að heilsa ekki andstæðingunum - hvorki fyrir né eftir leik. Það er venjan að þakka fyrir góðan leik en það þykir ekki skynsamlegt ef menn ætla sér að sleppa við Svínaflensuna.

Fótbolti

Fisichella mun standast álagið hjá Ferrari

Rubens Barrichello sem ók í mörg ár með Michael Schumacher hjá Ferrari telur að Giancarlco Fisichella muni standast álagið hjá Ferrari. Fisichella ekur á Monza brautinni um helgina með Ferrari í fyrsta skipti.

Formúla 1

Fyrsti úrslitaleikur Þjóðverja og Englendinga síðan 1966

Þýskaland og England mætast í dag í úrslitaleiknum á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Finnlandi. Þetta er fyrsti úrslitaleikur þjóðanna á stórmóti í karla- eða kvennaflokki síðan að Englendingar unnu 4-2 sigur á umdeildan hátt í framlengdum úrslitaleik heimsmeistarakeppni karla árið 1966.

Fótbolti

Henry kominn með fimmtíu landsliðsmörk fyrir Frakkland

Thierry Henry tryggði Frökkum 1-1 jafntefli í Serbíu í undankeppni HM í gær og sá til þess að Serbar náðu ekki að tryggja sér sigurinn í riðlinum og þar með sæti á HM í Suður Afríku. Markið var ennfremur það fimmtugasta sem hann skorar í 113 landsleikjum.

Fótbolti

Iverson áfram í NBA-deildinni - samdi við Memphis Grizzlies

Allen Iverson er loksins búinn að finna sér samning í NBA-deildinni en hann gerði í gær eins árs samning við Memphis Grizzlies en mikil óvissa hefur verið um framtíð Iverson í allt sumar. Iverson fær 3,5 milljónir dollara fyrir tímabilið en auk þess fær hann stóran bónus ef Grizzlies kemst í úrslitakeppnina í vor.

Körfubolti

Reynt að sanna að Renault hafi svindlað

FIA, alþjóðbílasambandið hefur kallað til fjölmörg vitni til að reyna sanna að Renault hafi látið Nelson Piquet keyra viljandi á vegg í kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Fernando Alonso er meðal þeirra sem hefur mætt í vitnaleiðsur.

Formúla 1