Sport

West Ham og Millwall kærð vegna óláta stuðningsmanna

Ensku knattspyrnusambandið hefur kært félögin West Ham og Millwall vegna óláta sem urðu í tengslum við leik liðanna í deildarbikarnum 25. ágúst en West Ham vann leikinn 3-1 í framlengingu. Liðin eru nágrannalið í London og höfðu ekki mæst síðan í apríl 2005.

Enski boltinn

Raikkönen til McLaren og Alonso til Ferrari

Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári.

Formúla 1

Button þokast nær meistaratitlinum

Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann.

Formúla 1

Bröndby fékk slæman skell

Stefán Gíslason og félagar í Bröndby máttu sætta sig við stórt tap fyrir Silkeborg, 4-1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti

GOG enn með fullt hús stiga

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í GOG Svendborg eru enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið sinn fjórða leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Handbolti

Mikilvægur sigur Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen vann í gær mikilvægan sigur á Balingen á útivelli, 24-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn í gærkvöldi.

Handbolti

Newcastle slátraði Ipswich

Newcastle vann í gær 4-0 sigur á Ipswich í ensku B-deildinni og kom sér þar með á topp deildarinnar. Kevin Nolan skoraði þrennu fyrir Newcastle og Ryan Taylor eitt mark.

Enski boltinn

Hamburg vann Bayern

Hamburg hélt toppsæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Bayern München í gær. Hamburg og Bayer Leverkusen eru bæði taplaus með sautján stig á toppi deildarinnar en Hamburg með betra markahlutfall.

Fótbolti