Sport

Rodrigo Moreno til Bolton

Rodrigo Moreno Machado er orðinn leikmaður Bolton. Hann kemur á lánssamningi frá Benfica í Portúgal út tímabilið og getur bæði spilað á kantinum og í fremstu víglínu.

Enski boltinn

Ferreira hættur með landsliðinu

Portúgalski bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er hættur að spila fyrir portúgalska landsliðið. Hann segir ástæðuna persónulega og ákvörðunina tekna af vel íhuguðu máli.

Enski boltinn

Traore inn en Zebina út hjá Juventus

Juventus hefur gengið frá lánssamningi við Armand Traore, vinstri bakvörð frá Arsenal. Traore mun leika með ítalska liðinu út tímabilið og mun það svo hafa forgangsrétt á kaupum á honum.

Fótbolti

Eiður Smári er í viðræðum við Stoke

Stoke City greinir frá því á heimasíðu sinni að nú standi yfir viðræður við Eið Smára Guðjohnsen. Samkomulag hafi náðst við franska liðið Monaco og nú séu í gangi viðræður við leikmanninn sjálfan.

Enski boltinn

AC Milan fær Robinho

Brasilíumaðurinn Robinho verður í dag orðinn leikmaður AC Milan. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í morgun og er á leið til ítalska stórliðsins frá Manchester City.

Fótbolti

Úlfarnir fá Bent lánaðan

Wolves hefur fengið sóknarmanninn reynslumikla Marcus Bent lánaðan frá Birmingham City. Bent hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Birmingham og var lánaður til QPR og Middlesbrough á síðasta tímabili.

Enski boltinn

Emil lánaður til Verona

Reggina hefur lánað Emil Hallfreðsson til Hellas Verona sem leikur í C-deildinni á Ítalíu. Verona opinberar þetta á heimasíðu sinni.

Fótbolti

Garðar til Strömsgodset í Noregi

Sóknarmaðurinn Garðar Jóhannsson mun í dag skrifa undir samning við norska liðið Strömsgodset sem gildir út tímabilið. Eftir það verður framhaldið skoðað.

Fótbolti

Talið líklegra að Eiður fari í Fulham en Stoke

Nokkrir enskir fjölmiðlar segja að Eiður Smári Guðjohnsen muni líklega velja Fulham frekar en Stoke sem næsta áfangastað sinn. Samkvæmt Daily Telegraph vill Eiður vera áfram í London en hann lék með Tottenham á lánssamningi síðasta vetur.

Enski boltinn

Gylfi orðinn leikmaður Hoffenheim

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins Hoffenheim. Gylfi gekkst undir læknisskoðun í gær og skrifaði svo undir fjögurra ára samning við þýska liðið.

Fótbolti

Silvestre til Werder Bremen

Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska félagið Werder Bremen.

Fótbolti

Gunnlaugur: Óska eftir vinnufriði fyrir liðið

„Maður vissi ekki hvernig liðið myndi koma undan þessari orrahríð en maður vonaði að maður gæti notað þetta í að mótivera menn. Sú von varð að veruleika,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Valsmanna, eftir sigur á Selfossi í gær.

Fótbolti