Sport

Alonso: Allir eiga enn möguleika

Spánverjinn Fernando Alonso telur að fjöldi ökumanna eigi möguleika á titlinum, en hann og Jenson Button unnu tvö fyrstu mót ársins. Alonso er efstur að stigum með 37 stig, Felipe Massa er með 33 og Jenson Button 31

Formúla 1

Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

Körfubolti

Annasamur vinnudagur hjá Almunia

„Ég hef aldrei haft svona mikið að gera í leik með Arsenal," segir markvörðurinn Manuel Almunia sem hafði nóg að gera í vinnunni í gær þegar Arsenal tók á móti Barcelona.

Fótbolti

Barthez verður í marki KR í dag

Leit KR-inga að nýjum markverði hefur tekið nýja og óvænta stefnu því Fabien Barthez, fyrrum markvörður Man. Utd og franska landsliðsins, er kominn til félagsins og mun standa í marki liðsins gegn Þrótti er liðin mætast í Lengjubikarnum á KR-vellinum klukkan 14.00 í dag.

Íslenski boltinn

Tímabilið búið hjá Gallas og Arshavin frá í þrjár vikur

Arsenal-mennirnir William Gallas og Andrei Arshavin meiddust báðir í fyrri hálfleik á móti Barcelona í Meistaradeildinni í gær og það lítur út fyrir að Arsene Wenger geti ekki notað þá í mörgum mikilvægum leikjum á næstunni. Þessar slæmu fréttir bætast ofan á þær af fyrirliðinn Cesc Fabregas sé hugsanlega fótbrotinn.

Enski boltinn

Leikirnir sem Wayne Rooney missir af á næstunni

Manchester United hefur ekki enn gefið út formlega tilkynningu um niðurstöður sínar á rannsóknum á ökklameiðslum Wayne Rooney en stjórinn Alex Ferguson ætlar ekki að skýra frá stöðu mála fyrr en á blaðamannafundi á morgun.

Enski boltinn

Fabregas óttast það að hann sé fótbrotinn

Enn einn ný kafli í meiðslasögu Cesc Fabregas á þessu tímabili bættist við á lokamínútu jafnteflisleiks Arsenal á móti Barcelona í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar i gær. Fabregas jafnaði leikinn í lokin en meiddist við það og hugsanlega er tímabilið búið hjá honum.

Fótbolti

Walcott: Sýndum frábæran karakter

„Þetta var klárlega frábær leikur fyrir alla hlutlausa sem fylgdust með. Að fá að taka þátt í þessum leik var meiriháttar," sagði Theo Walcott, leikmaður Arsenal, en innkoma hans í kvöld skipti sköpum.

Fótbolti

Wenger: Jafntefli var sanngjörn niðurstaða

„Byrjunin á leiknum var okkur afar erfið. Barcelona hefði hæglega getað skorað nokkur mörk á fyrstu 20 minútum leiksins," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn við Barcelona í kvöld.

Fótbolti

Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu.

Körfubolti

Fletcher: Óttumst engan á Old Trafford

Darren Fletcher segir að Manchester United óttist engan á heimavelli. Liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 gegn FC Bayern en liðin mætast næsta miðvikudag í seinni leiknum á Old Trafford.

Fótbolti