Sport Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. Enski boltinn 3.4.2010 16:09 Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. Enski boltinn 3.4.2010 15:58 Tuttugu marka sigur á Bretum Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20. Handbolti 3.4.2010 15:19 Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. Enski boltinn 3.4.2010 14:57 Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3.4.2010 14:48 Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. Enski boltinn 3.4.2010 14:40 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. Enski boltinn 3.4.2010 14:15 Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. Enski boltinn 3.4.2010 13:34 Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 3.4.2010 13:00 Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. Enski boltinn 3.4.2010 12:30 Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. Enski boltinn 3.4.2010 12:00 Kappar í titilslagnum allir í vandræðum Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button. Hann er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. . Formúla 1 3.4.2010 11:34 Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. Enski boltinn 3.4.2010 11:30 Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. Enski boltinn 3.4.2010 11:12 NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Körfubolti 3.4.2010 11:00 Webber fyrstur í stormasamri tímatöku Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Formúla 1 3.4.2010 09:59 Webber fremstur á lokaæfingunni Mark Webber frá Ástralíu var hraðskreiðastur allra ökumanna á síðustu æfingu ökumanna fyrir tímatökuna á Sepang brautinni í Malasíu í nótt. Hann sló við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum og varð aðeins 0.017 sekúndum á undan. Sebastian Vettel varð þriðji á samskonar Red Bull bíl og Webber. Formúla 1 3.4.2010 06:11 Þökulagði barinn sinn - myndir Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum. Enski boltinn 2.4.2010 23:45 Nani: Við njótum álagsins „Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea. Enski boltinn 2.4.2010 23:00 Moyes: Arteta getur leyst Fabregas af hólmi David Moyes stjóri Everton telur að Mikel Arteta sé rétti maðurinn til að leysa Cesc Fabregas af hólmi á HM ef fyrirliði Arsenal verður ekki klár í slaginn. Fótbolti 2.4.2010 22:00 Rooney sá eini sem hefði komist í liðið 1966 Sir Geoff Hurst telur að Wayne Rooney sé eini meðlimur enska landsliðsins sem er nægilega góður til að hafa komist í liðið sem vann heimsmeistaramótið 1966. Enski boltinn 2.4.2010 21:00 Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki „Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Enski boltinn 2.4.2010 20:00 Balotelli kominn aftur í hópinn hjá Inter Mario Balotelli er í leikmannahópi Inter sem mætir Bologna á morgun. Þessi nítján ára sóknarmaður hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho. Fótbolti 2.4.2010 19:00 West Ham kvartar yfir Fulham West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag. Enski boltinn 2.4.2010 18:00 Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína. Enski boltinn 2.4.2010 17:00 Hamilton: Framfaraskref hjá McLaren Lewis Hamilton, fljótasti maðurinn á æfingum í Malasíu í dag segir að McLaren bíll sé hraðskreiðari en áður. Formúla 1 2.4.2010 16:18 Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea. Enski boltinn 2.4.2010 16:15 Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum. Körfubolti 2.4.2010 15:30 Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat. Körfubolti 2.4.2010 14:45 Treyja fyrir hvert tattú - stefna á nýtt heimsmet Forráðamenn brasilíska félagsins Vasco da Gama hafa ákveðið að fara nýja leið í að tryggja sér hollustu stuðningsmanna sinna og í leiðinni ætla þeir að komast inn í Heimsmetabók Guinners. Fótbolti 2.4.2010 14:00 « ‹ ›
Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. Enski boltinn 3.4.2010 16:09
Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. Enski boltinn 3.4.2010 15:58
Tuttugu marka sigur á Bretum Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20. Handbolti 3.4.2010 15:19
Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. Enski boltinn 3.4.2010 14:57
Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 3.4.2010 14:48
Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. Enski boltinn 3.4.2010 14:40
Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. Enski boltinn 3.4.2010 14:15
Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. Enski boltinn 3.4.2010 13:34
Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 3.4.2010 13:00
Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. Enski boltinn 3.4.2010 12:30
Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. Enski boltinn 3.4.2010 12:00
Kappar í titilslagnum allir í vandræðum Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button. Hann er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. . Formúla 1 3.4.2010 11:34
Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. Enski boltinn 3.4.2010 11:30
Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. Enski boltinn 3.4.2010 11:12
NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu. Körfubolti 3.4.2010 11:00
Webber fyrstur í stormasamri tímatöku Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. Formúla 1 3.4.2010 09:59
Webber fremstur á lokaæfingunni Mark Webber frá Ástralíu var hraðskreiðastur allra ökumanna á síðustu æfingu ökumanna fyrir tímatökuna á Sepang brautinni í Malasíu í nótt. Hann sló við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum og varð aðeins 0.017 sekúndum á undan. Sebastian Vettel varð þriðji á samskonar Red Bull bíl og Webber. Formúla 1 3.4.2010 06:11
Þökulagði barinn sinn - myndir Dave Webster, eigandi barsins Fulham Mitre í Lundúnum, er kominn með kerfi svo hægt er að horfa á leiki í þrívídd á barnum. Enski boltinn 2.4.2010 23:45
Nani: Við njótum álagsins „Það er mjög mikilvægt að við höldum okkur fyrir framan keppinautana og gefum þeim ekki aukna hvatningu," segir portúgalski kantmaðurinn Nani hjá Manchester United fyrir stórleikinn gegn Chelsea. Enski boltinn 2.4.2010 23:00
Moyes: Arteta getur leyst Fabregas af hólmi David Moyes stjóri Everton telur að Mikel Arteta sé rétti maðurinn til að leysa Cesc Fabregas af hólmi á HM ef fyrirliði Arsenal verður ekki klár í slaginn. Fótbolti 2.4.2010 22:00
Rooney sá eini sem hefði komist í liðið 1966 Sir Geoff Hurst telur að Wayne Rooney sé eini meðlimur enska landsliðsins sem er nægilega góður til að hafa komist í liðið sem vann heimsmeistaramótið 1966. Enski boltinn 2.4.2010 21:00
Wenger: Áhætta sem borgaði sig ekki „Við tókum áhættu sem borgaði sig ekki. Þetta voru mistök," segir Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sem ákvað að láta William Gallas spila gegn Barcelona í Meistaradeildinni. Enski boltinn 2.4.2010 20:00
Balotelli kominn aftur í hópinn hjá Inter Mario Balotelli er í leikmannahópi Inter sem mætir Bologna á morgun. Þessi nítján ára sóknarmaður hefur verið úti í kuldanum eftir deilur við þjálfarann Jose Mourinho. Fótbolti 2.4.2010 19:00
West Ham kvartar yfir Fulham West Ham hefur lagt fram formlega kvörtun til ensku úrvalsdeildarinnar vegna þess að Roy Hodgson, stjóri Fulham, ákvað að tefla fram veikara liði í tapleiknum gegn Hull síðasta laugardag. Enski boltinn 2.4.2010 18:00
Martin O'Neill gæti hætt hjá Aston Villa í sumar Martin O'Neill ætlar að skoða stöðu sína sem knattspyrnustjóri Aston Villa í lok tímabilsins. Þá hyggst hann setjast niður með stjórnarformanninum Randy Lerner og ræða framtíð sína. Enski boltinn 2.4.2010 17:00
Hamilton: Framfaraskref hjá McLaren Lewis Hamilton, fljótasti maðurinn á æfingum í Malasíu í dag segir að McLaren bíll sé hraðskreiðari en áður. Formúla 1 2.4.2010 16:18
Sir Alex: Ancelotti gert góða hluti Sir Alex Ferguson fer óhefðbundna leið í sálfræðistríðinu fyrir stórleik Manchester United og Chelsea á morgun. Hann hrósar kollega sínum Carlo Ancelotti og segir hann hafa gert góða hluti hjá Chelsea. Enski boltinn 2.4.2010 16:15
Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum. Körfubolti 2.4.2010 15:30
Wade vill fá forræði yfir börnunum og senda konu sína í geðrannsókn Það stefnir í mikið réttardrama í skilnaðarmáli Dwyane Wade og konu hans sem verður tekið fyrir í júní. Hjónin hafa verið skilin að borði og sæng síðan í ágúst 2007 en þau eiga tvö börn saman. Dwyane Wade er einn af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar í körfubolta og algjör lykilmaður í liði Miami Heat. Körfubolti 2.4.2010 14:45
Treyja fyrir hvert tattú - stefna á nýtt heimsmet Forráðamenn brasilíska félagsins Vasco da Gama hafa ákveðið að fara nýja leið í að tryggja sér hollustu stuðningsmanna sinna og í leiðinni ætla þeir að komast inn í Heimsmetabók Guinners. Fótbolti 2.4.2010 14:00