Sport

Button: Ég get enn orðið meistari

Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni.

Formúla 1

Tiger tók stórt húsnæðislán

Skilnaður Tiger Woods við sænsku skutluna Elin Nordegren kostaði kylfinginn skildinginn. Svo illa kom skilnaðurinn við budduna hjá hinum moldríka Tiger að hann neyddist til þess að taka lán fyrir húsinu sem hann er að byggja.

Golf

Drillo: Þurfum að ná fram hefndnum

Undankeppni EM 2012 hefst á morgun. Ísland mætir Noregi á Laugardalsvelli í fyrsta leik en þessi tvö lið mættust einmitt í síðasta leik Íslands í undankeppni HM 2010. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli og Noregur tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í umspil í undankeppninni.

Íslenski boltinn

Gunnleifur byrjaður að kvarta undan hávaðanum

„Þetta var heldur betur stórleikur og frábært að ná að vinna hann,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, sem var með landsliðshópnum í go-kart þegar undirritaður náði á hann. Gunnleifur sat þó ekki sjálfur undir stýri heldur lét yngri leikmenn um að þeysast um brautina.

Íslenski boltinn

Kom til Stoke fótboltans vegna

Eiður Smári Guðjohnsen gekk í fyrradag í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Stoke City og gerði eins árs samning við félagið. Í samtali við fréttastofu Sky Sports í gær var hann spurður um ástæðurnar fyrir því að hann valdi að ganga til liðs við Stoke.

Enski boltinn

Búið að selja 5000 miða

Búið er að selja tæplega 5.000 miða á leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni EM 2012. Laugardalsvöllur tekur alls 10.000 manns í sæti og því er rúmlega helmingur miðanna eftir.

Íslenski boltinn