Sport

Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík

Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík.

Körfubolti

Stella: Betra liðið vann

„Þetta er geðveikt. Ótrúlega gaman að vinna Stjörnuna hérna því að það var kominn tími á það. Mér fannst seinni háfleikurinn mjög góður hjá okkur í dag en fyrri hálfleikur aftur á móti slakur og við vorum að kasta boltanum klaufalega útaf. En í seinni hálfleik fór vörnin að ganga vel og þá er erfitt að sigra okkur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, eftir að Framstúlkur tryggðu leið sína í úrslit í N1-deild kvenna í handbolta.

Handbolti

Þorgerður Anna: Ánægð með veturinn

„Eins og við mátti búast þá var þetta erfiður leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en misstum þær svo frá okkur í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu var stefnan að vinna þetta og ná þessu í oddaleik. En við erum vængbrotið lið en þær aftur á móti með fullskipaðan hóp og stærri leikmannahóp. Það er munurinn á þessum liðum, þær geta keyrt á fullu allan tímann en við vorum búnar á því," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Fram í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta.

Handbolti

City með augun á Fabregas

Það er orðrómur um að Manchester City ætli sér að kaupa Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal. Eigandi félagsins, Sheikh Mansour, hefur gefið grænt ljós á að bjóða í þennan magnaða leikmann.

Enski boltinn

Giggs: Getum enn bjargað tímabilinu

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að hans lið geti vel bjargað tímabilinu þó svo að liðið sé dottið út úr meistaradeildinni. United var slegið út af þýska liðinu FC Bayern.

Enski boltinn

Ronaldo heldur í vonina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hefur ekki misst vonina um að vinna titilinn eftir ósigur gegn Barcelona í stórslag liðanna í gær.

Fótbolti

Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík

Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum.

Körfubolti

Löwen tapaði eftir framlengingu

Hamburg varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik eftir dramatískan sigur á Íslendingaliðinu Rhein Neckar Löwen. Hamburg vann með einu marki, 34-33, eftir framlengingu.

Handbolti

Van Basten hefur áhyggjur af Rooney

Hollenska goðsögnin, Marco Van Basten, hefur varað Manchester United við því að nota Wayne Rooney, framherja liðsins, en Rooney spilaði meiddur gegn FC Bayern í meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Enski boltinn

Stjarnan og Haukar með bakið upp við vegg

Undanúrslitin í N1-deild kvenna halda áfram í dag er leikir númer tvö í einvígjunum fara fram á sama tíma. Þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvígunum gæti legið fyrir í dag hvaða lið mætast í úrslitarimmunni.

Handbolti

NBA: Góður sigur hjá San Antonio gegn Denver

Tap Denver fyrir San Antonio í nótt var dýrt því liðið missti forskoti í sinni deild og það gæti haft mikil áhrif á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Denver þurfti aðeins að vinna annan af tveimur síðustu heimaleikjum sínum til þess að tryggja sigur í sinni deild.

Körfubolti

Arenas farinn í fangelsi

Körfuboltamaðurinn Gilbert Arenas hóf í nótt afplánun í fangelsi vegna byssumálsins svokallaða en Arenas var dæmdur til fangelsisvistar fyrir að koma með byssur í búningsklefa Washington Wizards.

Körfubolti

Tiger í þriðja sæti - Westwood efstur

Þriðja keppnisdegi af fjórum á Masters-mótinu er lokið. Englendingurinn Lee Westwood er efstur fyrir lokadaginn en Tiger Woods er í þriðja sæti og hefur ekki sagt sitt síðasta orð.

Golf

Barcelona vann El Clásico

Barcelona gerði sér lítið fyrir og lagði Real Madrid, 0-2, á Santiago Bernabeau-leikvanginum í Madrid í kvöld. Sigurinn verðskuldaður enda var Barcelona betra liðið allan leikinn.

Fótbolti