Sport

Alonso má ekki við vandræðum

Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum.

Formúla 1

Button vill skýra mynd á reglurnar

Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu.

Formúla 1

Líkur á að það verði engar framlengingar á HM 2014

Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stjórn sambandsins íhugi það alvarlega að fella niður framlengingar í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í fótbolta. Blatter er óánægður með leikaðferð liða í framlengingu sem leggja þá höfuðáherslu á að fá ekki á sig mark.

Fótbolti

John Toshack hættur sem þjálfari Wales

John Toshack hefur gefið það endanlega út að hann sé hættur sem þjálfari velska landsliðsins. Toshack tilkynnti þetta á blaðamannafundi í dag en það er búið að vera nokkuð ljóst síðustu daga að hann myndi hætta með liðið eftir að Wales tapaði fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Fótbolti

Gerrard búinn að sanna sig sem framtíðarfyrirliði Englands

Samkvæmt heimildum The Guardian er Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, að íhuga það að gera Steven Gerrard að framtíðarfyrirliða enska liðsins. Gerrard hefur verið að leysa Rio Ferdinand af en fyrirliði Liverpool hefur staðið sig frábærlega sem leiðtogi enska liðsins.

Fótbolti

Grindvíkingar skipta Gumma Braga inn á fyrir Pétur Guðmunds

Guðmundur Bragason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik karla samkvæmt frétt á Víkurfréttum. Fréttir af aðstoðarmönnum hafa verið áberandi síðustu daga því Keflvíkingar höfðu áður ráðið Grindvíkinginn Pétur Guðmundsson sem aðstoðarmann Keflavíkurliðsins í vetur.

Körfubolti

Cesc Fábregas: Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik 4-1

Cesc Fábregas sagði í viðtölum við fjölmiðla, eftir stórtap heimsmeistarana í vináttuleik á móti Argentúinu í Buenos Aires í gær, að spænska liðið hafi ekki átt skilið að tapa svona stórt.Þetta var stærsta tap spænska liðsins í áratug og aðeins þriðja tap Spánverja í síðustu 58 leikjum.

Fótbolti

Skoska sambandið biður Liechtenstein afsökunar á baulinu

Skoska knattspyrnusambandið hefur fordæmt framkomu stuðningsmanna sinna í gær sem bauluðu á þjóðsögn Liechtenstein fyrir leik við Skotland á Hampden í gær. Þjóðsöngur Liechtenstein notar sama lag og "God Save The Queen", þjóðsöngur Breta, og það átti örugglega stóran þátt í viðbrögðum heimamanna í stúkunni.

Fótbolti