Sport

Massa vill hafa áhrif í titilslagnum

Felipe Massa hjá Ferrari ætlar að gera sitt besta í Suður Kóreu um næstu helgi til aðstoðar Ferrari í titilslagnum, en Fernando Alonso hjá Ferrari er í öðru sæti í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel sem ekur með Red Bull. Báðir eru 14 stigum á eftir Mark Webber hjá Red Bull í stigakeppninni. Red Bull er í forystu í stigamóti bílasmiða, á undan Mercedes og Ferrari.

Formúla 1

Tiger: Fór í sjálfsskoðun og leist ekki vel á það sem ég sá

Tiger Woods segist hafa lært gríðarlega mikið á undaförnu ári þó svo hann hafi ekki unnið neitt á árinu. Árið hefur verið rússíbanareið fyrir kylfinginn sem segist vera orðinn sáttari við sjálfan sig en hann var þegar hann byrjaði að spila golf á nýjan leik í apríl.

Golf

Ferguson: Rooney vill fara frá United

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest við MUTV að Wayne Rooney vilji fara frá félaginu. Samningaviðræður eru ekki í gangi og fátt sem bendir til annars en að Rooney sé á förum.

Enski boltinn

Bale á óskalista Inter

Forráðamenn Inter ætla að nýta leikinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni til þess að ræða við forráðamenn Spurs um Gareth Bale.

Fótbolti

Hvað gerir Ferguson í dag?

Spennan fyrir blaðamannafund Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, í dag er gríðarleg. Engin viðbrögð komu frá honum vegna Wayne Rooney í gær en hann þarf að hitta blaðamenn í dag vegna leiksins í Meistaradeildinni á morgun.

Enski boltinn

Wenger: Rooney fer hvergi

Þrátt fyrir upphlaup Wayne Rooney þá búast ekkert allt of margir við því að Rooney yfirgefi Man. Utd. José Mourinho spáir því að Rooney verði áfram hjá United og Arsene Wenger gerir slíkt hið sama.

Enski boltinn

Forseti Inter: Ætlar að reyna að kaupa Messi árið 2013

Massimo Moratti, forseti Inter, er alltaf skemmtilega hreinskilinn í viðtölum og ítalskir fjölmiðlamenn eru duglegir að heyra í þessum 65 ára knattspyrnuáhugamanni sem hefur gert frábæra hluti með Inter síðan að hann settist í forsetastólinn hjá Internazionale Milano fyrir fimmtán árum.

Fótbolti

Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods

Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Fótbolti

Joe Cole: Ég er ekki að spila vel

Joe Cole, leikmaður Liverpool, er búinn að viðurkenna það að hann hafi ekki verið í verra formi á ferlinum. Cole hefur lítið hjálpað til hjá sínu nýja félagi sem er eins og í 19. og næstsíðasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Mourinho að fá Zidane inn í þjálfarateymið sitt

Jose Mourinho játaði það á blaðamannafundi í dag að hann væri langt kominn með að fá Zinedine Zidane í þjálfaraliðið sitt hjá Real Madrid. „Þetta mál er oft stórt fyrir mig að vera blaðra um því formaðurinn okkar ætti að greina frá þessu," sagði Jose Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik Real Madrid á móti AC Milan í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Guðbjörg varði flest skot í sænsku deildinni á tímabilinu

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Djurgården, var sá markmaður í sænsku kvennadeildinni á þessu tímabili sem varði flest skot. Guðbjörg varði alls 116 skot í 22 leikjum eða 5,3 skot að meðaltali í leik. Guðbjörg varði einu skoti meira en Kristin Hammarström markvörður KIF Örebro DFF sem kom henni næst.

Fótbolti

Moyes hughreystir Hodgson

David Moyes, stjóri Everton, hughreysti kollega sinn Roy Hodgson, stjóra Liverpool, eftir 2-0 sigur Everton á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Eftir þetta tap er Liverpool-liðið í næstneðsta sætinu í deildinni en Everton hoppaði hinsvegar upp um sex sæti og alla leið upp í 11. sætið.

Enski boltinn

Helgi hafði betur gegn Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 21 stigs sigur á Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings, 90-69.

Körfubolti