Sport

Júlíus: Ég hef áhyggjur af öllu

„Ég er bara hálf orðlaus,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, eftir að lið hans hafði verið niðurlægt í Safamýrinni í kvöld. Fram rótburstaði Val 40-23 í þriðju umferð N1-deild karla.

Handbolti

Gunnar: Getum verið stoltir

Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með sigurinn á Selfossi í kvöld. Þar höfðu gestirnir úr Mosfellsbæ betur, 26-24.

Handbolti

Hodgson: Stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka

„Það var fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur í þessum leik. Þetta var gott stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka þar sem að það vantaði menn í liðið," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir markalaust jafntefli Liverpool í Napóli í dag en Liverpool lék án Steven Gerrard og Fernando Torres.

Enski boltinn

Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn

Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23.

Handbolti

Hagi tekur við af Rijkaard

Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi er orðinn aðalþjálfari hjá tyrkneska liðinu Galatasaray. Hagi tekur við starfinu af Frank Rijkaard sem var rekinn.

Fótbolti

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu á móti Lech Poznan

Emmanuel Adebayor opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City með því að skora þrjú mörk í 3-1 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í Evrópudeildinni í kvöld. Manchester City er í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þriggja stiga forskot á Lech Poznan sem er áfram í 2. sætinu.

Fótbolti

Webber meistari ef hann vinnur tvö mót af þremur

Mark Webber hjá Red Bull er efstur í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, en honum finnst lítið vit í því að spá í möguleika sína á að landa meistaratitlinum, þegar þremur mótum er ólokið. Hann var á fréttamannafundi í dag og fékk spurningar frá ýmsum fréttamönnum.

Formúla 1

Rijkaard vill þjálfa á Englandi

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur sett stefnuna á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann er eftir þessa yfirlýsingu enn sterkar orðaður við Liverpool.

Enski boltinn

Schumacher bjartsýnn á gott gengi

Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast.

Formúla 1

Kubica spáir Webber eða Alonso titlinum

Þó fimm ökumenn eigi möguleika á meistaratitli ökumanna þegar þremur mótum er ólokið, þá spáir Robert Kubica hjá Renault því að Mark Webber eða Fernando hampi titlinu þegar yfir lýkur. Þeir keppa í Suður Kóreu um helgina.

Formúla 1