Sport

Kubica fljótastur á blautri lokaæfingunni

Robert Kubica á Renault reyndist fljótastur á lokaæfingu keppnisliða fyrir tímatökuna á Formúlu 1 brautinni við Sao Paulo í Brasilíu í dag. Hann varð 0.309 sekúndum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Lewis Hamilton á McLaren varð þriðji.

Formúla 1

Ekkert breyst eftir dauða Enke

Það er liðið tæpt ár síðan þýski markvörðurinn Robert Enke tók sitt eigið líf er hann kastaði sér fyrir lest. Landsliðsmarkvörðurinn Rene Adler segir ekkert hafa breyst á þessu ári þrátt fyrir gífuryrði um annað.

Fótbolti

Ribery verður klár eftir helgi

Það styttist loksins í það að Frakkinn Franck Ribery spili aftur með FC Bayern. Það er búist við honum á fullri ferð í næstu viku en hann er byrjaður að iðka léttar æfingar.

Fótbolti

Rakel hafnaði Jitex - verður áfram á Akureyri

Landsliðskonan Rakel Hönnudóttir er greinilega mjög heimakær því hún hefur ákveðið að spila áfram með Þór/KA í Pepsi-deildinni í stað þess að fara utan til Svíþjóðar í atvinnumennsku. Þetta er staðfest á heimasíðu Þórs í dag.

Íslenski boltinn

Andersson gæti misst af HM

Alfreð Gíslason er í vandræðum með stöðu hægri skyttu hjá Kiel. Svíinn Kim Andersson hefur verið meiddur í hálft ár og á enn langt í land og svo var Þjóðverjinn Christian Zeitz að meiðast líka.

Handbolti

Bothroyd í enska landsliðið?

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, er sagður velta fyrir sér hvort hann eigi að velja framherjann Jay Bothroyd í liðið fyrir vináttuleikinn gegn Frökkum síðar í mánuðinum.

Enski boltinn

ÍBV krækti í Guðmund

Selfyssingurinn efnilegi. Guðmundur Þórarinsson, skrifaði í kvöld undir eins árs samning við spútniklið síðasta sumars, ÍBV. Frá þessi er greint á fótbolti.net í kvöld.

Íslenski boltinn

Renault hugsanlega að hætta sem keppnislið

Renault liðið sem vörumerki gæti verið að hætta í Formúlu 1 samkvæmt frétt á autosport.com í dag, en liðið er í meirihlutaeigu sjálfstæðs fyrirtækis sem heitir Genii Capital. Renault virðist ætla útvega liðum vélar á næsta ári, en hætta með keppnislið undir eigin merkjum. Í fréttinni segir að möguleiki sé að Lotus bílaframleiðandinn breski verði styrktaraðili hjá liði sem myndi þá kallast Lotus Renault og nota Renault vélar eins og Red Bull og annað lið sem kallast í dag Lotus. Áhöld er um hvort það lið hefur rétt á notkun nafnsins, en það lið er í eigu malasíkra aðila og liðið kallast Lotus Racing. Þó hefur þetta lið samið við Renault um notkun á vélum fyrirtækisins á næsta ári og í tilkynningu frá Renault í dag, þá kallaði fyrirtækið þetta keppnislið 1 Malaysia Racing Team. Team Lotus var viðfrægt vörumerki í kappakstri á síðustu öld og ef marka má frétt autosport.com, þá virðist Lotus bílaframleiðandinn vilja endurreisa það nafn undir eigin formerkjum með samvinnu við Renault.

Formúla 1