Sport

Jón Arnór góður í naumu tapi

Granada tapaði 60-57 fyrir Menorka í spænsku úrvalsdeildinni en liðið var 51-38 undir þegar 7 mínútur voru eftir. 19-9 endasprettur liðsins hófst á þriggja stiga körfu frá Jóni Arnóri.

Körfubolti

Van Persie í leikmannahópi Arsenal

Robin van Persie er í leikmannahópi Arsenal sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í hópnum síðan í lok ágúst en hann hefur verið að glíma við ökklameiðsli.

Enski boltinn

Háspenna í Formúlu 1 titilslag í dag

Það verður mögnuð stemmning á meðal fjörugra áhorfenda á Jose Carlos Pace (Interlagos) í Brasilíu í dag, þar sem Fernando Alonso getur tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1, en þrír keppinauta hans eru þó framar á ráslínu og vilja hindra að slíkt gerist í dag. Aðeins tveimur mótum er ólokið og fimm ökumenn eiga enn möguleika á titilinum.

Formúla 1

Button slapp undan vopnuðum ræningjum

Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum og tveimur öðrum samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið.

Formúla 1

Nani missir af baráttunni um Manchester

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að Portúgalinn Nani muni missa af nágrannaslag United og City í Manchester sem fram fer á miðvikudag. Hann var ekki í liði United sem hafði nauman 2-1 sigur á Wolves í gær og verður frá næstu vikuna hið minnsta.

Enski boltinn

Enn hikstar Inter

Inter gerði í kvöld jafntefli við Brescia á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti

Alexander frábær í góðum sigri

Alexander Petersson var fljótur að jafna sig á meiðslunum sem hann hlaut í leik Íslands og Austurríkis um síðustu viku því hann fór mikinn er Füchse Berlin vann Gummersbach á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti

Hülkenberg: Tilfinningarík upplifun að ná besta tíma

Nico Hülkenberg á Williams Cosworth frá Þýskalandi náði fremsta stað á ráslínu í fyrsta skipti í Formúlu 1 í dag, en þessi 23 ára ökumaður varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann varð sekúndu á undan Sebastian Vettel á Red Bull.

Formúla 1

Celtic vann 9-0 í dag

Skoska úrvalsdeildin er ekki alltaf jöfn og spennandi og það sást greinilega þegar að Celtic tók á móti Aberdeen í dag.

Fótbolti

Arnór á bekknum hjá Esbjerg

Arnór Smárason er á góðri leið með að ná sér góðum af meiðslum sínum en hann var á bekknum þegar lið hans, Esbjerg, gerði 1-1 jafntefli við Álaborg í dag.

Fótbolti

Leeds vann Coventry

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry töpuðu í dag fyrir Leeds á heimavelli í ensku B-deildinni í knattspyrnu, 3-2.

Enski boltinn