Sport

Holloway hótar að hætta

Ian Holloway, stjóri Blackpool, hefur hótað því að hætta með liðið ef enska knattspyrnusambandið ákveður að refsa honum fyrir að gera miklar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Aston Villa.

Enski boltinn

Búið að draga í bikarkeppni KKÍ

Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit.

Körfubolti

Wenger: Tæklingin hjá Fabregas var slys

Það hefur líklega enginn stjóri í ensku deildinni kvartað eins mikið yfir hættulegum tæklingum andstæðinganna og Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Í gær kom það aftur á móti fyrir að einn leikmaður Arsenal gerði sig sekan um slæma tæklingu og útskýrir Wenger málið svo að um slys hafi verið að ræða.

Enski boltinn

Barton sló Pedersen í magann - myndband

Vandræðagemsinn Joey Barton virðist vera búinn að koma sér í vandræði enn eina ferðina. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða atvik í leik Newcastle og Blackburn í gær. Þá virðist Barton kýla Morten Gamst Pedersen, leikmann Blackburn.

Enski boltinn

Rússneskur bílaframleiðandi í Formúlu 1

Sportbílaframleiðandinn Marussia í Rússlandi hefur keypt vænan hlut í Virgin liðinu breska, sem er stýrt af auðkýfingnum Richard Branson sem á Virgin flugfélagið og yfir 400 önnur fyrirtæki. Í ljósi þessara kaupa þá verður liðið endurskírt og mun heita Marussia Virgin Racing á næsta keppnistímabili.

Formúla 1

NBA: Utah skellti Orlando

Fjöldi leikja fór fram í NBA-deildinni í nótt og þar bar helst til tíðindi að Utah Jazz skellti Orlando og er þar með búið að leggja bæði Flórídaliðin á tveimur dögum.

Körfubolti

Button: Vonbrigði að falla úr titilslagnum

Jenson Button er fráfarandi heimsmeistari í Formúlu 1 og verður að sjá á eftir titilinum í Abu Dhabi um næstu helgi, þar sem fjórir keppinauta hans munu takast á um titilinn. Möguleikar Buttons voru endanlega úr sögunni eftir keppnina í Brasilíu á sunnudaginn

Formúla 1

Slagurinn um Manchester, myndband

Það var fátt um tilþrif og takta í grannaslagnum í Manchester í kvöld þegar Manchester City og Manchester United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn í markalausum leik en helstu atriðin úr leiknum eru aðgengileg á visir.is.

Enski boltinn

Ágúst: Kemur ekki á óvart

Ágúst Björgvinsson segir að það sé vel hægt að venjast því að vinna körfuboltaleiki í Keflavík eins og hann gerði með lið sitt, Hamar, í Iceland Express-deild kvenna í kvöld.

Körfubolti

Heinevetter of dýr fyrir Löwen

Það verður ekkert af því að þýski landsliðsmarkvörðurinn Silvio Heinevetter gangi í raðir Íslendingaliðsins Rhein-Neckar Löwen. Liðið sýndi mikinn áhuga á að fá markvörðinn en gat ekki sætt sig við launakröfur leikmannsins.

Handbolti

Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum

Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51.

Körfubolti

Hornamenn ÍBV fóru á kostum í Eyjum

Hornamennirnir Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoruðu saman 18 mörk í kvöld þegar ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir 36-29 sigur á Haukum í Vestmannaeyjum í kvöld.

Handbolti