Jón Halldór: Vantar alla leikgleði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2010 21:56 Mynd/Daníel Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. „Það vantar alla gleði í hópinn hjá mér," sagði Jón Halldór í samtali við Vísi. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við lendum í vandræðum þó svo að við höfum unnið alla okkar leiki. Það vantar samt gleði í hópinn og við erum ekki að hafa gaman af þessu." Keflavík hafði undirtökin í leiknum framan af en missti svo gestina fram úr sér á lokasprettinum. Keflavík átti möguleika á að komast yfir í lokin en misnotaði tækifærið. „Þegar leikmenn hafa ekki gaman að því sem þeir eru að gera þá fara þær að örvænta. Ég er ekki alveg að skilja af hverju þetta gerist en þegar þeir hafa ekki gaman af leiknum ná þeir ekki árangri. Það er bara svo einfalt." „Við skoruðum 69 stig í kvöld. Af hverju var það? Vegna þess að þær voru svona svakalega góðar? Það vil ég ekki meina," sagði Jón Halldór. „Við erum okkar eini óvinur." „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa en við förum ekki í gegnum heila leiktíð án þess að tapa. Einhver vildu slá þessu upp að þessi leikur væri uppgjör þessara tveggja liða en uppgjörið var í Lengjubikarnum. Þá slógum við þær út og unnum bikar. Þær hafa ekki lyft neinu hingað til." „Við erum enn þá með yfirhöndina. Það er nóg eftir af tímabilinu. Við töpuðum fyrstu fjórum leikjunum í fyrra og ég var ekki grátandi þá og er ekki grátandi núna." „Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikgleðin en ég hef líka fulla trú á því að við lögum það fljótt og vel." Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, tók langan fund með leikmönnum eftir tapið fyrir Hamar í kvöld og sagði skýringuna á tapinu einfalda. „Það vantar alla gleði í hópinn hjá mér," sagði Jón Halldór í samtali við Vísi. „Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við lendum í vandræðum þó svo að við höfum unnið alla okkar leiki. Það vantar samt gleði í hópinn og við erum ekki að hafa gaman af þessu." Keflavík hafði undirtökin í leiknum framan af en missti svo gestina fram úr sér á lokasprettinum. Keflavík átti möguleika á að komast yfir í lokin en misnotaði tækifærið. „Þegar leikmenn hafa ekki gaman að því sem þeir eru að gera þá fara þær að örvænta. Ég er ekki alveg að skilja af hverju þetta gerist en þegar þeir hafa ekki gaman af leiknum ná þeir ekki árangri. Það er bara svo einfalt." „Við skoruðum 69 stig í kvöld. Af hverju var það? Vegna þess að þær voru svona svakalega góðar? Það vil ég ekki meina," sagði Jón Halldór. „Við erum okkar eini óvinur." „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa en við förum ekki í gegnum heila leiktíð án þess að tapa. Einhver vildu slá þessu upp að þessi leikur væri uppgjör þessara tveggja liða en uppgjörið var í Lengjubikarnum. Þá slógum við þær út og unnum bikar. Þær hafa ekki lyft neinu hingað til." „Við erum enn þá með yfirhöndina. Það er nóg eftir af tímabilinu. Við töpuðum fyrstu fjórum leikjunum í fyrra og ég var ekki grátandi þá og er ekki grátandi núna." „Það eina sem ég hef áhyggjur af er leikgleðin en ég hef líka fulla trú á því að við lögum það fljótt og vel."
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira