Sport

Þjálfari Phoenix Suns bannar Steve Nash að spila

Alvin Gentry, þjálfari Phoenix Suns, veit vel að Steve Nash vill spila með liðinu þrátt fyrir að vera glíma við meiðsli í nára. Gentry hefur samt látið stjörnuleikmann sinn hvíla í síðustu tveimur leikjum sem hafa báðir tapast.

Körfubolti

NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð

Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.

Körfubolti

Lionel Messi tókst ekki að bæta met Raúl

Lionel Messi skoraði þrennu í 8-0 stórsigri Barcelona á Almería í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og varð um leið aðeins fjórði leikmaðurinn sem nær því að skora 100 deildarmörk fyrir Barcelona.

Fótbolti

Íslenskir dómarar duglegir að skipta um félög

Þóroddur Hjaltalín Jr. er þriðji íslenski FIFA-dómarinn á stuttum tíma sem ákveður að skipta um félag sem hann dæmir fyrir. Allir hafa þessir dómarar skipt úr félagi í úrvalsdeild karla í félag í neðri deildunum. Þetta kom fram á fótbolta.net.

Íslenski boltinn

Sigurganga AG Kaupmannahöfn heldur áfram

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu saman fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann öruggan 32-25 útisigur á Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. þetta var áttundi sigur liðsins í röð.

Handbolti

Þrenna Raúl gegn Werder Bremen í gær - myndband

Spánverjinn Raúl Gonzalez skoraði þrennu fyrir Schalke 04 í 4-0 stórsigri á Meistaradeildarliði Weerder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir þýska félagið síðan að hann kom þangað frá Real Madrid í sumar.

Fótbolti

Liverpool vann öruggan sigur á West Ham

Liverpool hoppaði upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á botnliði West Ham á Anfield í kvöld. Öll mörk Liverpool komu á fyrstu 38 mínútum leiksins og það var ekki að sjá að það háði liðinu mikið að vera án fyrirliðans Steven Gerrard.

Enski boltinn

Atli: Markvarslan skapaði sigurinn

„Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag.

Handbolti

Ólafur: Þeir rúlluðu bara yfir dautt lið

„Fyrri hálfleikurinn var góður en svo kom kafli í seinni hálfleik sem við vorum að gera allt annað en við ætluðum okkur" sagði Ólafur A. Guðmundsson leikmaður FH eftir 25-33 tap gegn Akureyri í dag.

Handbolti