NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2010 11:00 Rudy Gay fagnar í nótt. Mynd/AP Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.Rudy Gay tryggði Memphis Grizzlies 97-95 sigur á Miami Heat þegar hann skoraði sigurkörfuna yfir LeBron James um leið og tíminn rann út. Dwyane Wade lék ekki með Miami vegna meiðsla á úlnlið og liðið tapaði í fimmta sinn í þrettán leikjum.LeBron James var með 29 stig og 11 stoðsendingar og þeir Chris Bosh og Eddie House skoruðu báðir 20 stig auk þess að Bosh tók 10 fráköst. Zach Randolph var með 21 stig og 13 fráköst hjá Memphis, Mike Conley skoraði 16 stig og Rudy Gay var með 15 stig.Tony Parker skoraði 19 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð með því að bursta Cleveland Cavaliers 116-92. Spurs hefur aldrei áður unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum en frammistaða nýliðans Tiago Splitter vakti mikla athygli í nótt. Splitter hitti úr 7 af 10 skotum og skoraði 18 stig. Mo Williams var með 21 stig fyrir Cleveland.Russell Westbrook skoraði 18 stig og tryggði Oklahoma City Thunder 82-81 sigur á Millwaukee Bucks með því að skora úr tveimur vítum 7,3 sekúndum fyrir leikslok. Oklahoma City vann sinn annan leik í röð án stigahæsta leikmanns NBA-deildarinnar, Kevins Durant. James Harden var með 23 stig og 9 fráköst hjá Thunder en Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Bucks.C.J. Miles skoraði 25 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta þegar Utah Jazz setti á svið enn eina endurkomunna og tryggði sér 103-94 útisigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í sjötta sinn í vetur sem Utah vinnur leik eftir að hafa verið undir þegar liðin koma inn í lokaleikhlutann. Al Jefferson var með 20 stig og 14 fráköst hjá Utah en hjá Portland var LaMarcus Aldridge með 24 stig og 11 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og Jason Terry var með 15 stig þegar Dallas Mavericks endaði tveggja leikja taphrinu með 98-93 útisigri á Atlanta Hawks. Al Horford var með 20 stig og 20 fráköst hjá Atlanta og Josh Smith var með 21 stig og 6 stolna bolta.Dwight Howard skoraði 19 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann 90-86 sigur á Indiana Pacers. Howard var einnig með 12 fráköst og 3 varin skot en næstur honum kom Rashard Lewis með 21 stig. Roy Hibbert var með 19 stig og 10 fráköst hjá Indiana.Stephen Jackson var með þrefalda tvennu (24 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) þegar Charlotte Bobcats vann 123-105 sigur á Phoenix Suns. Þetta var önnur þrenna hans á ferlinum en sú fyrsta í sögu Bobcats. Boris Diaw var með 26 stig á móti sínum gömlu félögum sem léku án Steve Nash sem er meiddur á nára. Grant Hill skoraði 23 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Goran Dragic var með 17 stig, 10 stoðsendingar og engan tapaðan bolta en hann kom inn fyrir Nash í byrjunarliðið.Amare Stoudemire skoraði 39 stig og tók 11 fráköst þegar New York Knicks vann 124-115 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Danilo Gallinari skoraði 17 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og hjálpaði New York að vinna þriðja leikinn í röð í Kaliforníu-ríki en áður hafði liðið unnið Kings og Warriors. Blake Griffin, nýliði Clippers, var með 44 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar en það dugði ekki og Clippers-liðið er búið að tapa 13 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Nene var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 107-103 heimasigur á New Jersey Nets. Brook Lopez var með 20 stig fyrir New Jersey.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Phoenix Suns 123-105 Indiana Pacers-Orlando Magic 86-90 Atlanta Hawks-Dallas Mavericks 93-98 Memphis Grizzlies-Miami Heat 97-95 Milwaukee Bucks-Oklahoma City Thunder 81-82 San Antonio Spurs-Cleveland Cavaliers 116-92 Denver Nuggets-New Jersey Nets 107-103 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 94-103 Los Angeles Clippers-New York Knicks 115-124 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.Rudy Gay tryggði Memphis Grizzlies 97-95 sigur á Miami Heat þegar hann skoraði sigurkörfuna yfir LeBron James um leið og tíminn rann út. Dwyane Wade lék ekki með Miami vegna meiðsla á úlnlið og liðið tapaði í fimmta sinn í þrettán leikjum.LeBron James var með 29 stig og 11 stoðsendingar og þeir Chris Bosh og Eddie House skoruðu báðir 20 stig auk þess að Bosh tók 10 fráköst. Zach Randolph var með 21 stig og 13 fráköst hjá Memphis, Mike Conley skoraði 16 stig og Rudy Gay var með 15 stig.Tony Parker skoraði 19 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð með því að bursta Cleveland Cavaliers 116-92. Spurs hefur aldrei áður unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum en frammistaða nýliðans Tiago Splitter vakti mikla athygli í nótt. Splitter hitti úr 7 af 10 skotum og skoraði 18 stig. Mo Williams var með 21 stig fyrir Cleveland.Russell Westbrook skoraði 18 stig og tryggði Oklahoma City Thunder 82-81 sigur á Millwaukee Bucks með því að skora úr tveimur vítum 7,3 sekúndum fyrir leikslok. Oklahoma City vann sinn annan leik í röð án stigahæsta leikmanns NBA-deildarinnar, Kevins Durant. James Harden var með 23 stig og 9 fráköst hjá Thunder en Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Bucks.C.J. Miles skoraði 25 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta þegar Utah Jazz setti á svið enn eina endurkomunna og tryggði sér 103-94 útisigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í sjötta sinn í vetur sem Utah vinnur leik eftir að hafa verið undir þegar liðin koma inn í lokaleikhlutann. Al Jefferson var með 20 stig og 14 fráköst hjá Utah en hjá Portland var LaMarcus Aldridge með 24 stig og 11 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og Jason Terry var með 15 stig þegar Dallas Mavericks endaði tveggja leikja taphrinu með 98-93 útisigri á Atlanta Hawks. Al Horford var með 20 stig og 20 fráköst hjá Atlanta og Josh Smith var með 21 stig og 6 stolna bolta.Dwight Howard skoraði 19 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann 90-86 sigur á Indiana Pacers. Howard var einnig með 12 fráköst og 3 varin skot en næstur honum kom Rashard Lewis með 21 stig. Roy Hibbert var með 19 stig og 10 fráköst hjá Indiana.Stephen Jackson var með þrefalda tvennu (24 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) þegar Charlotte Bobcats vann 123-105 sigur á Phoenix Suns. Þetta var önnur þrenna hans á ferlinum en sú fyrsta í sögu Bobcats. Boris Diaw var með 26 stig á móti sínum gömlu félögum sem léku án Steve Nash sem er meiddur á nára. Grant Hill skoraði 23 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Goran Dragic var með 17 stig, 10 stoðsendingar og engan tapaðan bolta en hann kom inn fyrir Nash í byrjunarliðið.Amare Stoudemire skoraði 39 stig og tók 11 fráköst þegar New York Knicks vann 124-115 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Danilo Gallinari skoraði 17 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og hjálpaði New York að vinna þriðja leikinn í röð í Kaliforníu-ríki en áður hafði liðið unnið Kings og Warriors. Blake Griffin, nýliði Clippers, var með 44 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar en það dugði ekki og Clippers-liðið er búið að tapa 13 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Nene var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 107-103 heimasigur á New Jersey Nets. Brook Lopez var með 20 stig fyrir New Jersey.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Phoenix Suns 123-105 Indiana Pacers-Orlando Magic 86-90 Atlanta Hawks-Dallas Mavericks 93-98 Memphis Grizzlies-Miami Heat 97-95 Milwaukee Bucks-Oklahoma City Thunder 81-82 San Antonio Spurs-Cleveland Cavaliers 116-92 Denver Nuggets-New Jersey Nets 107-103 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 94-103 Los Angeles Clippers-New York Knicks 115-124
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira