Handbolti

Einar Hólmgeirsson með tvö í sigri á Hannover-Burgdorf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Hólmgeirsson.
Einar Hólmgeirsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Einar Hólmgeirsson lék með HSG Ahlen-Hamm í þýsku úrvalsdeildini í handbolta í kvöld og hjálpaði liðinu að vinna mikilvægan 30-27 sigur á Aroni Kristjánssyni og lærisveinum hans í Hannover-Burgdorf.

Þetta var fyrsti sigur Ahlen-Hamm á tímabilinu en liðið var búið að tapa sex leikjum í röð og hafði aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu 11 leikjum sínum.

Einar lék á ný eftir langvinn meiðsli og skoraði tvö mörk í leiknum. Þau komu bæði á mikivægum tímapunktum í seinni háfleik. Fyrst kom hann Ahlen-Hamm yfir í 12-11 í upphafi seinni hálfleiks og svo kom hann sínu liði tveimur mörkum yfir um miðjan hálfleikinn.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði fimm mörk fyrir Hannover, Vignir Svavarsson skoraði fjögur og Hannes Jón Jónsson skoraði tvö mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×