Sport

Carlos Tevez vill fara frá Manchester City

Carlos Tevez er ekki lengur ánægður hjá Manchester City því samkvæmt frétt á Guardian þá hefur hann lagt inn formlega beiðni um að vera seldur frá enska félaginu. Tevez og stjórinn Roberto Mancini hafa deilt upp á síðkastið og argentínski framherjinn er víst ósáttur með varnarsinnaðan leik liðsins.

Enski boltinn

Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur

Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti

Rut: Við ætluðum að koma á óvart

Rut Jónsdóttir gat ekki leynt vonbrigðum sínum með tapleikina þrjá hjá Íslandi á EM í handbolta. Ísland tapaði í dag fyrir heimsmeisturum Rússa, 30-21, og er úr leik á EM.

Handbolti

Sólveig Lára: Hefði viljað enn meiri baráttu

„Mér fannst við gefast upp á tímabili og ég hefði viljað sjá enn meiri baráttu í liðinu, sérstaklega með alla þessa frábæru áhorfendur í stúkunni í kvöld,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested eftir leikinn gegn Rússum í kvöld.

Handbolti

Dönsku stelpurnar einar með fullt hús í milliriðili eitt

Úrslitin réðustu ekki aðeins í riðli Íslands á Evrópumóti kvenna í kvöld því keppni lauk líka í A-riðlinum sem var spilaður í Álaborg. Danir unnu riðilinn eftir 22-19 sigur á Spáni í spennandi leik þar sem dönsku stelpurnar unnu tvær síðustu mínúturnar 3-1.

Handbolti

Pardew: Ekki mörg lið sem skora þrjú á móti Liverpool

„Þetta var frábær sigur og það eru ekki mörg lið sem geta skorað þrjú mörk á móti Liverpool," sagði stoltur Alan Pardew eftir 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn og hann skilaði liðinu upp fyrir Liverpool og í 8. sætið í deildinni.

Enski boltinn

Newcastle vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik Pardew

Newcastle byrjaði frábærlega undir stjórn Alan Pardew í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Liverpool á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle-liðið komst með þessum sigri upp í áttunda sæti en Liverpool heldur áfram skelfilegu gengi sínu á útivelli undir stjórn Roy Hodgson.

Enski boltinn

Tony Pulis: Stundum er þetta ekki bara þinn dagur

Tony Pulis, stjóri Stoke, lét Eið Smára Guðjohnsen sitja á varamannabekknum áttunda leikinn í röð þegar liðið tapaði 0-1 á heimavelli á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Blackpool skoraði sigurmark sitt í upphafi seinni hálfleiksins.

Enski boltinn

Heimsmeistararnir alltof sterkir fyrir stelpurnar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með níu marka mun fyrir Rússum, 21-30, í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Árósum í kvöld. Íslensku stelpurnar töpuðu öllum þremur leikjum sínum og hafa því lokið keppni á mótinu.

Handbolti

Gylfi lék allan leikinn í jafnteflisleik

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Hoffenheim í þriðja sinn á tímabilinu og lék allan leikinn þegar liðið vann gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Nürnberg í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti