Handbolti

Lærisveinar Alfreðs fóru illa með lið Arons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar vann ellefu marka stórsigur á Hannover-Burgdorf, liði Arons Kristjánssonar, 37-26, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson skoruðu báðir fjögur mörk fyrir Hannover-Burgdorf en Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað.

Kiel er áfram fjórum stigum á eftir toppliði HSV Hamburg sem vann fjórtán marka sigur á TSG Lu.-Friesenheim í kvöld, 39-25.

Það hefur lítið gengið hjá Hannover-Burgdorf upp á síðkastið en liðið tapaði þarna sínum fimmta leik í röð og hefur ekki unnið leik síðan 9. október síðastliðinn.

Þórir Ólafsson skoraði 6 mörk þegar TuS N-Lübbecke gerði 29-29 jafntefli við Magdeburg á heimavelli.

Kári Kristjánsson og félagar í HSG Wetzlar unnu 26-25 útisigur á DHC Rheinland. Kári skoraði 2 mörk fyrir Wetzlar en Sigurbergur Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Rheinland. Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×